Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Síða 47

Æskan - 01.11.1968, Síða 47
Ihvert sinn er forsetaskipti verða í Bandaríkjunum, beinast augu manna að Hvíta húsinu í Washing- ton, bústað forsetans. Og nú er væntanlegur þangað í janúar næst- komandi nýr húsráðandi. Hann er 36. forsetinn, sem þarna á lieima, en að honum meðtöldum, hafa Banda- ríkin átt alls 37 forseta. — Fyrstur þeirra var Georg Washington. Hann átti þar ekki heima, því að þá var hús- ið ekki til. En hann ákvað að láta reisa höll handa forsetanum og hann valdi henni stað á Potomac-sléttunni. Teikningu húsins gerði írskur bygg- ingameistari James Hoban að nafni. Hornsteinn hússins var lagður árið 1792 og annar forseti Bandaríkjanna, Tohn Adams, fluttist fyrstur manna í það. Jefferson var þriðjí forseti Banda- ríkjanna. Hann lét stækka húsið þeg- ar 1801. Árið 1812 hófst stríðið við Breta og þá brenndu Bretar Hvíta húsið. Það var síðan endurreist og vígt með mikilli viðhöfn á nýársdag 1818. Síðan var það stækkað 1824 og enn 1829 og taldist þá fullgert. Á seinni árum hafa komið ýmis þægindi í húsið, sem ekki þekktust þegar það var reist, en nauðsyn hefur þótt á að koma þar fyrir. Og meðal þeirra breytinga, sem gerðar hafa ver- ið á síðustu 40 árum, má nefna, að forsetarnir hafa látið leiða þar inn vatn og rafmagn og komið fyrir mið- stöðvarhitun. Á fyrstu hæð húsins er hinn frægi gullni salur, þar eru einn- ig græni, rauði og blái salirnir og hátíðasalurinn með húsgögnum frá 18. og 19. öld. Þessir salir eru almenn- ingi til sýnis á vissuni tímum. í sölum þessum eru veizlur haldnar og mót- tökuhátíðir, og þar taka forsetar á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sendimönnum. í gullna salnum er málverk af George Washington og konu hans í líkamsslærð. Þetta er elzta listaverkið í þessu húsi. Blái salurinn er talinn fegurstu af Það er bústaður forseta Bandaríkjanna. salarkynnum Hvíta húsins. Hann er í miðju húsi og bogmyndaður. Thomas Jefferson tók við völdum 1801. Hann var vanur að hafa gesta- boð í græna salnum og lét gestina matast við kringlótt borð, en matur barst inn á færiböndum frá eldhúsinu, og skyldu gestir sjálfir taka af matar- ílátunum og láta á diska sína. Þetta gerði Jefferson til þess að þjónustu- fólkið heyrði ekki hvað talað var yfir borðum. í kveðjusamsæti 1837 lét Andrew J ackson forseti bera fram í forsal húss- ins 1400 punda þungan ost. Gestirnir, sem skiptu þúsundum, réðust þegar á ostinn, átu og stungu stórum bitum í vasa sína, þar til ekkert var el'tir nema lyktin, en hún hélzt vikum sarnan þar í anddyrinu. Millard Fillmore var forseti 1850. Kona hans hafði áður verið kennari, og er þau fluttust í Hvíta húsið, blöskraði henni að þar skyldi ekki vera til bókasafn. Þar var ekki einu sinni til Biblía. Hún kvartaði um þetta. Þingið veitti þá fé til bóka- kaupa, því að allir sáu að óþolandi var, að ekki væri neinn bókakostur í höll æðsta manns ríkisins. Nú er þar mikið bókasafn, og ekki vantar Biblí- una, því að þar eru þrjár hillur með Biblíum á yfir 80 tungumálum. Calvin Coolidge varð forseti 1923. Hann var maður þumbaralegur og fámæltur, en glettinn. Einu sinni er forsetinn sat að morgunverði í íbúð sinni í Hvíta húsinu og margir gestir með honum, sáu gestirnir sér til mik- illar undrunar að forsetinn hellti kaffi á undirskál sína og rjóma þar út á. Sumir urðu þá svo flaumósa, að þeir fóru að dæmi hans — héldu víst að þetta væri borðsiður hjá forsetanum. En Coolidge lét sem ekkert væri og setti undirskálina á gólfið fyrir hund- inn sinn. íbúð forsetahjónanna er á annarri liæð í vesturendanum. Þar eru einn- ig herbergi fyrir tigna gesti. Eitt þeirra er kennt við Monroe forseta, því að þar liafði hann skrifstofu sína. Annað herbergi er kennt við Abra- ham Lincoln forseta. Þar var fyrrum skrifstofa hans og jjarna undirritaði liann frelsisskrá þrælanna 1. janúar 1863. Nú er þetta svefnherbergi og er þar rúm Lincolns, líklega lengsta rúm sem til er í Bandaríkjunum, 8 fet á lengd. í þessu rúmi liafa síðan margir tignir gestir sofið, og þykir sérstök virðing að því að fá að sofa í rúmi hins nafnfræga forseta. Á annarri hæð er fréttastofa forset- ans. Þar eru 30 símar og jrar vinna 25 menn að því að tína saman efni úr blöðum, tímaritum, fréttaskeytum, út- varpi og sjónvarpi. Á hverjum rnorgni lætur einkaritari forsetans honum í té skrá um jrað livaða skyldustörfum hann á að gegna þann daginn. 475
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.