Æskan - 01.11.1968, Qupperneq 67
Hér kemur nýr, ungur höfundur fram
með sína fyrstu bók, sem er hæði ævin-
týraleg og skemmtileg vikingasaga. Höf-
undurinn, Einar Björgvin, er fæddur 31.
ágúst 1949 í Krossgerði á Berufjarðar-
strönd, Suðui'-Múlasýslu, sonur Björg-
vins Gíslasonar, fyrrverandi oddvita, og
konu hans, Rósu Gísladóttur. f Kross-
gerði ólst Einar upp og átti þar gleði-
ríka bernsku i skjóli hinna tignarlegu,
austfirzku fjalla. Eftir að hann hafði
lokið skyldunámi i heimavist, stundaði
hann einn vetur nám i unglingasltólan-
um á Djúpavogi, var síðan tvo vetur i
Alþýðuskólanum að Eiðuin og lauk þar
landsprófi vorið 1967. — Hann byrjaði
snemma að skrifa. Hafa birzt eftir hann
tvær framhaldssögur i timaritinu
„Heima er bezt“, og svo smásögur i
barna- og unglingablaðinu ÆSKUNNI.
Það er óliætt að mæla með þessari
bók.
í lausasiilu kr. 152.65. Til áskrifenda
ÆSKUNNAR kostar bókin aðeins kr.
107.00.
Einar Björgvin.
Saga flugsins
Leduc 0.10. Frönsk, tveggjasæta tilrauna-
flugvél með Leduc brýstiloftsmótor. Það
verður að flytja Leduc 0.10 upp i loftið
með móðurflugvél og við 320 km/t er hún
losuð frá og fiýgur sjálf. Vængliafið er
10.52 m, lengdin 10.25 m og vængflöturinn
er 16 m-. Fullhlaðin vegur hún 2800 kg.
Dassault M.D.452 Mystére. Frönsk, einsætis
orrustuflugvél með einn Hispano-Suiza
Nene þrýstiloftsmótor. Mystére er píiu-
mynduð útgáfa af gerðinni Dassault Oura-
gan, og hún flaug fyrst 23. febrúar 1951.
Franski flugherinn hefur pantað mikinn
fjölda Mystére. Helztu tölur yfir M.D.450
eru þessar: Vænghaf 12.17 m, lengd 10.70
m og hæð 4 m; tómaþungi 3960 kg, full-
hlaðin 5300 kg; mesti flughraði 960 km/t.
í nefinu eru 4 fallhyssur og hægt er að
hengja 16 rakettur undir vængina.
MIG"15. Sovézk einsætis orrustuflugvél
með einn RD-45 þrýstiloftsmótor. Þessi
fluvél er fuilkomnari gerð af MIG-9, sem
rússneski fluglierinu fékk 1946. MIG-15 var
mikið notuð í Kóreustriðinu og sýndi þá,
að liún liafði ýmsa kosti umfram amerisku
]>otuna F-86. Helztu tölur: Vænghaf 10.10
m, lengd 11.10 m, liæð 3.40; íómaþungi
3.780 kg, mesti flugþungi 6.465 kg; mesti
flughraði um 1070 km/t. Til hliðar á nef-
inu eru tvær fallbyssur, og MIG/15 getur
lika flutt rakettur og sprengjur.
Pulqui II. Argentinsk, einsætis orrustuflug-
vél með einn Rolls-Royce Neue 2 þrýsti-
loflsmótor. Pulqui II er teiknuð af þýzka
prófessoitnum Kurt Tauk, sem áður var lijá
Focke-Wulf í Bremen. Þetta er fyrsta suð-
urameriska þotan með aftursveigða
vængi, og hún flaug fyrst 27. júní 1950.
Vænghafið er 10.60 m, lengdin 11.60 m,
hæðin 3.30; tómaþungi 3.600 kg, fullhlaðin
5.550 kg; mesti flughraði (í 5000 m liæð)
1.040 km/t. Ilún er vopnuð 4 fallbyssum i
nefi.
S. E. 2415 Grognard II. Frönsk, einsætis
orrustuflugvél mcð 2 Hispano-Suiza Neue
þrýstiloftsmótora. Það er sérkennilegt, að
mótorarnir sitja hvor ofan á öðrum aft-
ast i skrokknum. Þessi flugvél er full-
komnari gerð af S.E.2410. sem fyrst flaug
14. febrúar 1951. Vængliafið er 15.57 m,
lengdin 16.83 m, liæðin 5.87 m; vængflöt-
urinn er 44.23 m2. Afturvik vængjanna cr
32°.
495