Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1968, Side 91

Æskan - 01.11.1968, Side 91
Lítill gestur. Einu sinni var Ijósmóðir, sem átti tvö börn. Þó að þau væru búin að missa pabba sinn, leið ])eim vel, því mamma þeirra var undur góð við þau og sá þeim fyrir öllu, sem þau þurftu. Nú leið að jólum, og börnin hlökkuðu mikið til. Þau töldu dagana, og vildu alltaf láta segja sér frá jólunum. Loks kom sjálfur aðfangadagurinn. í rökkrinu fóru þau i sín beztu föt, svo var borðið dúkað og lagður á það allur jólamatur- inn, en rétt þegar átti að fara að kveikja á jólatrénu, kom maður að sækja mömmu þeirra, til ]>ess að sitja yfir konu, sem var að fæða barn. Börnin urðu hrygg í huga út af því að missa mömmu sína frá sér, en hún sagði þeim að Jcsú yrði hjá þeim, og þá urðu þau kát. Þegar mamma þeirra var far- in, settust börnin við borðið, en þegar þau ætluðu að byrja að borða, var barið að dyrum. „Ó, nú er Jesús að koma,“ sagði lilli bróðir, og hljóp til dyranna. En þegar þau opnuðu, stóð þar lítill, óhreinn og tötra- legur drengur. „Ekki er þetta Jesú,“ sagði litli bróðir. „En það getur verið, að Jesú liafi sent hann,“ sagði systir hans. Þau buðu nú drengnum inn. Hann settist við eldinn og vcrmdi sig, og svo settust þau öll við borðið. Litli drengurinn borðaði vel og varð nú kátur og lék sér við systkinin. En allt i einu kom mamma heim. Börnin sögðu henni, að Jesú hefði ekki kom- ið, heldur þessi litli drengur. Mamma þeirra sagði þeim ])á, að Jesú liefði sjáifur sagt: „Það sem þið gerið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þið gert mér.“ Og nú hafði hann sent einn af litlu bræðr- unum sínum, til þess að þau gætu glatt hann. Drengurinn var nú orðinn svo hress, að hann sagði þeim allt af högum sínum. Mamma hans var fátæk og bjó í litlum kofa. Hann hafði villzt og var nú langt frá heimilinu, og hafði loks árætt nð berja þarna nð dyrum. 207. ÞaS var mjög erfitt að klífa eldfjallið, en eftir þriggja klukkustunda strit komst ég loksins upp á tindinn 208. Ég þrammaði þrisvar sinnum umhverf- is eldgíginn. Ég varð litlu nær af því, og tók þess vegna þá ákvörðun að stökkva niður í gíginn. 209. Það var einna líkast því, að mér hefði verði stungið niður í stóran hitakassa eða ég hefði farið í sjóðheitt gufubað. 210. Eftir nokkrar sekúndur var ég kominn niður á botn. Mér til mikillar undrunar heyrði ég hávært skvaldur fyrir ofan mig. Leit ég því upp, og hvað haldið þið að ég hafi séð? !'M TX /V. v 42 42.1 211. Sjálfan eldguðinn Vulkanus. Hann og ráðherra hans rifust óskaplega út af því, hvor þeirra ætti að segja fyrir verkum og hvor að hlýða. En nú var barið. Það var lög- regluþjónn, sem var að leita að honum. Hann bjó sig nú i flýti, og þegar hann fór, var honum fengin stór karfa með jólamat og leikföngum. Og svo fór hann heim til mömmu sinnar. I vinnutímanum. ^ Stúlka var að sækja um at- vinnu á skrifstofu, og skrif- stofustjórinn var að spyrja hana, livað hún gæti talið sér til gildis. „Ég lief nokkrum sinnum unnið verðlaun í krossgátu- og myndagátusamkeppni," sagði hún. „Það er út af fyrir sig ágætt,“ sagði skrifstofustjór- inn, „en við liöfum meiri áliuga á, að afrek séu unnin í vinnu- timanum." „Ég leysti gáturnar i vinnu- tímanum,“ sagði stúlkan. 519

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.