Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1972, Page 17

Æskan - 01.01.1972, Page 17
 LITLA STÚLKAN, SEM HUÓPST Á BROTT að var dag nokkurn fyrir mörg- um árum, að kallari Boston- borgar í Bandaríkjunum gekk hrópandi eftir strætum borgar- innar og kallaði: Týnd, týnd, litil stúlka er týnd. Sex ára gömul stúlka í rauðum kjól og grænum skóm er týnd. Þetta vakti telpuhnokka nokkurn, er lá sofandi á nærliggjandi tröppum á stóru húsi. — Hvað, þetta hlýtur að vera ég, sagði hún og leit niður á nýju grænu skóna sína og flýtti sér til kall- arans. Um morguninn hafði hún verið að leik með ókunnum börnum, og í hita og æsingi leiksins hafði hún farið með þeim langt fjarri heimili sínu og áttaði sig ekki á, hvar hún var stödd, fyrr en farið var að dimma. En þá rataði hún ekki heim aftur. Hún hafði gert þetta nokkrum sinn- um áður, og nú skammaðist hún sin fyrir að hafa gert þetta einu sinni enn. En það var nú einu sinni svona, að henni þótti gaman að kynnast öðrum börnum. og sjá nýja staði. Henni fannst alltaf að ævintýrið biði hennar á næsta götuhorni, og biði aðeins eftir að vera uppgötvað. Kallarinn fór með hana heim til pabba og mömmu. Mikið varð hún sorgbitin, þegar hún sá, hvað pabbi og mamma höfðu verið hrædd um hana. i refsingar- skyni sagði mamma hennar að hún yrði að sitja á sófanum inni í stofu allan daginn. Að sitja á sófanum heilan dag var mjög leiðinlegt, en þá gafst Lovísu næg- ur tími til að hugsa. Hún ákvað að hlaupa aldrei aftur að heiman. i hvert skipti, sem hún ætlaði að hlaupast á brott, fór hún upp í herbergið sitt og lokaði dyrunum vendi- lega á eftir sér. Til þess að eyða tím- anum fór hún að semja sögur i hugan- um. — Þetta, hugsaði hún, er miklu skemmtilegra en að hlaupast á þrott, þvi hún gat lent í hinum dýrlegustu æv- inlýrum án þess að yfirgefa herbergi sitt. Nokkrum dögum seinna sagði hún við móður sína: Mamma, þú þarft ekki að vera hrædd um að ég hlaupist á brott framar. Upp frá þessu ætla ég aðeins að imynda mér, að ég geri það. — Hvað áttu við, barnið mitt? sagði móðir hennar. — Nú, þegar ég er uppi i herþerg- inu mínu, sem ég sögur. Þá get ég ferðast hvert á land sem ég vil. — Þetta er ágætt, Lovísa, sagði móð- ir hennar, — en hvers vegna skrifar þú sögurnar ekki niður? — Það ætla ég að gera, sagði Lovisa. Og það gerði hún upp frá því, og seinna þegar hún varð stór, hélt hún áfram að skrifa falleg ævintýri og varð þekkt- ur barnabókahöfundur i Bandaríkjunum, og eflaust hafið þið lesið einhverja sög- una hennar, sem margar hafa verið þýddar á íslenzku. Hún heitir Louise May Alcott. Frægur hundur Hundurinn, sem sést á myndinni, er að stinga sér út til köfunar. Hann heitir Pars og er ættaður frá Istanbúl í Tyrklandi. Hann er 3 ára og hefur fengið mikla þjálfun i köfun. Hann á núna heima í Flórida, og þar hefur hann verið notaður til að hjálpa lögreglu við að leysa ýmsar þrautir. Einu sinni kafaði hann eftir barni og bjargaði lífi þess. Hann er eini hundurinn í heiminum, að þvi er vitað er, sem getur kafað allt niður á 10—12 metra dýpi. Börnin i Flórida og víðar halda mikið upp á Pars og hann sést oft í sjónvarpinu. 15

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.