Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 18

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 18
rið 986 fluttu margir íslendingar undir forystu Eiriks rauða Þorvaldssonar til Grænlands. Um tíma var þar blómleg byggð, en svo misstu þeir sambandið við umheiminn, og hurfu hin- ir fornu islendingar í Grænlandi þar með öllu, og vita menn ekki, hvernig það bar til. Þegar Friðrik IV. Danakonungur styrkti prestinn Hans Egede til þess að fara til Grænlands, þá fann hann þar enga Norðurlandamenn, heldur Eskimóa. Þetta gerðist árið 1721. Siðan hefur samband Grænlands og Danmerkur ekki rofnað. Danir hafa staðið þar fyrir uppgrefti fornminja, og fyrir nokkrum árum fundu þeir rústir Þjóðhildarkirkju. Þjóðhild- ur var kona Eiríks rauða og var hún kristin. Kirkjan hefur staðið nákvæmlega á þeim stað, sem segir í sögu Eiriks rauða. Þetta hefur verið lítið bænahús eða kirkja og rúmað 20 til 30 manns. Margir menn hafa farið rannsóknarferðir um jökla Græn- lands, og einn af þeim var Knud Rasmussen. Hann var danskur í föðurætt, en móðir hans var grænlenzk. Hann hafði frá barnæsku jafnt vald á máli Eskimóa og dönsku. Hann hefur þýtt margar grænlenzkar þjóðsögur á dönsku. Hann skildi alla menningu Grænlendinga mjög vel. Knud Rasmussen varð heimsfrægur maður fyrir ferðalög sin í Grænlandi og um norðurslóðir. Ein lengsta sleðaferð, sem hann fór, var rúmir fimm þúsund kílómetrar frá Hudson- flóa til Alaska. Grænland er stærsta eyja í heimi, en að mestu hulin jökli, en þar getur orðið mjög heitt á sumrin inni í fjarðar- botnum. Talið er, að Eskimóar hafi komið til Grænlands fyrir um 4 þúsund árum frá Kanada. Tungumál Eskimóa er mjög fjarlægt Evrópumálum og er erfitt að læra það. Nú eru Grænlendingar taldir rúmlega 45 000, og eru þeir mjög blandaðir Dönum og öðrum Norðurálfumönnum. Þeir hafa að mestu lagt niður sína fornu menningu og tekið upp hætti Evrópubúa. Grænlendingar stunda mjög fisk- veiðar eins og islendingar, og hafa þeir frystihús og vél- báta. Grænland er nú orðið ferðamannaland. Þar er stórbrotið landslag og svo hinn hrikalegi hafis. Grænlendingar kalla landið Kalatdlit Núnat, eða land Kalatdlita. Hér kemur ein grænlenzk þjóðsaga. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.