Æskan - 01.01.1972, Side 34
William Harvey
(1578-1657)
— Hvers vegna eru störf hans talin vera
upphaf sóknar vísindanna inn í heim læknisfræðinnar?
tarfi vísindamanna og leynilögreglumanna svip-
W ar að ýmsu leyti saman. Báðir aðilar vinna
að því að leysa vandamál og uppgötva leynd-
armál. Þeir verða að byrja á því að finna sér
grundvallarpunkta eða nokkurs konar lykil,
sem þeir geti notað til þess að ryðja sér braut svo langt
inn i vandamálið, að hægt sé að mynda sér tilgátu. Siðan
leita þeir, setja saman og leggja fram spurningar, þar til
þeir hafa náð svo langt, að tilgátan stendur heima, hægt er
að sanna hana og leggja fram sem staðreynd.
Dr. William Harvey var, ef svo mætti segja, læknisfræði-
legur leynilögreglumaður. Viðfangsefni það, sem dró að
sér huga hans; var leyndardómur blóðrásarinnar um likama
mannsins. Um þrjátíu ára skeið elti hann hverja ábendingu,
sem gat gefið einhverjar upplýsingar, lagði spurningar fyr-
ir sjálfan sig, og reyndi með tilraunum að komast að stað-
reyndum. Loks er hann var fullviss um árangur sinn skýrði
hann opinberlega frá niðurstöðum rannsókna sinna.
Árið 1593 hóf hann nám við háskólann í Cambridge, þá
aðeins 15 ára að aldri. Fljótlega varð líffærafræðin ein
eftirlætisnámsgrein hans, kenningarnar um byggingu og
gerð mannslíkamans. Sérstakan áhuga hans vöktu slagæð-
arnar og háræðarnar, sem blóðið rennur um.
Á þessum tíma var litið vitað um blóðið og rennsli þess
um likamann. Margir álitu, að það myndaðist í lifrinni, og
aðrir, að það kæmi frá maganum. Frægur læknir hélt þvi
fram, að tvær tegundir væru til af blóði: önnuc rynni fram
og aftur um stóru slagæðarnar, en hin um veigaminni æð-
arnar, bláæðarnar. Flestir kennarar í líffærafræði túlkuðu
hver um sig sína eigin skoðun um þetta. Harvey iauk öllum
prófum í Cambridge með mikilli prýði, en hann var ekki
ánægður með það, sem hann hafði lært. Hver af öllum
kenningunum um hreyfingar blóðsins var rétt, og hverjar
voru rangar? Hann gat ekki ráðið það við sig, en hann
hafði fundið þarna viðfangsefni, sem hann átti eftir að
vinna að árum saman. Hann vildi leysa leyndardóminn um
hreyfingar blóðsins um líkamann. Hann fór til italíu til þess
að stunda þar læknisfræðinám við háskólann í Padúa. Á
þeim tima kenndi þar stjörnufræði hinn mikilhæfi Galíleo
Galilei, og Harvey var svo heppinn að fá þar að kennara
annan mikilhæfan vísindamann, skurðlækninn Fabricius,
sem kenndi liffærafræði. Hann hafði þá fyrir skömmu gert
þá uppgötvun, að i bláæðunum væru iitlar dyr eða smá-
lokur. Svo langt var Fabricius kominn í rannsóknum sínum.
William Harvey sá í þessari uppgötvun lykil, sem gæti
opnað honum dyr að víðtækari uppgötvunum. Hann ákvað
Úr líffærafræðikennslustofu Cambridgeháskóla í lok 16. aldar.
32