Æskan - 01.01.1972, Síða 36
FLUGFÉLAG
ÍSLANDS
REYKJALUNDUR
ÆSKAN
am
Eins og lesendum Æskunnar er kunnugt hefur blaðið
í samvinnu við Flugfélag íslands efnt til verðlauna-
samkeppni undanfarin 12 ár og á hverju ári hafa
heppnir vinnendur farið ævintýraferðir til útlanda með
Flugfélaginu. Nú efna Flugfélag íslands, Reykjalundur,
Æskan og Lego-verksmiðjurnar til verðlaunasam-
keppni, þar sem fyrstu verðlaun verða ferð til Dan-
merkur og heimsókn og dvöl í Legolandi fyrir tvö
börn. Auk þess mörg aukaverðlaun. Flogið verður til
Kaupmannahafnar með þotu Flugfélags íslands og frá
Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn með einkaþotu
Lego-verksmiðjanna. í Legolandi dvelja börnin og
fylgdarlið þeirra í 2—3 daga. Að því loknu fljúga börnin
til Kaupmannahafnar og fara m. a. í Tivolí. Ritstjóri
Æskunnar og blaðafulltrúi Flugfélags íslands munu
fylgja börnunum í þessari ævintýraferð.
Svona bæ
fá þeir einnig,
sem hljóta
fyrstu og önnur verðlaun.
Enda þótt þú kannlzt vel við Legokubbana, er ekki vlst að þú vltir hvað Legoland er. Legoland? Ja, kannski áttu þitt eigið Legoland
svlpað og sést hér á myndinni fyrir ofan.
En hlð raunverulega Legoland er í Danmörku, I bænum Billund á Jótlandi, þar sem Lego-verksmiðjurnar eru. Þar er búið að skapa slíkan
ævlntýraheim úr tómum Legokubbum, að englnn staður I Danmörku, nema sjálft Tivolí, dregur nú til sín flelri ferðamenn á ári hverju.
Og börnin sem vinna 1. verðlaun missa ekki heldur af Tivoli. Þau heimsækja þann fræga og fagra skemmtigarð áður en þau fljúga
aftur heim með Flugfélagi islands.