Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1974, Page 7

Æskan - 01.10.1974, Page 7
ÆSKAN 75 ÁRA •75 ^✓^^iarnablaðið Æskan heldur upp á 75 ára afmæli sitt um þessar mundir. Það er dálítið skrýtið, því að fyrsta tölublaðið kom út 5. október 1897, og síðan eru 77 ár. En Æskan telur sig samt ekki nema 75 ára, af þvf að það er 75. árgangurinn, sem nú er langt kominn. Þannig stendur á þessu, að fyrstu blöðin til áramótanna voru ekki talin sérstakur árgangur, og svo kom Æskan einu sinni ekki ^t í heilt ár, af því að hentugur pappír fékkst ekki og litlir Peningar voru til: Af þessu heldur Æskan upp á 75 ára afmæli sitt, þegar 77 ár eru liðin síðan hún „fæddist”. Það er langt síðan Æskan byrjaði að koma út. Hvað haldið þig að það séu margir menn lifandi á landinu, sem 6ru orðnir svo gamlir, að þeir gætu munað eftir því, þegar fyrsta blaðið af Æskunni kom út, af því að þeir voru búnir að læra að þekkja stafinu eða farnir að lesa, við skulum Segja 7 ára gamlir? Ég spurði Hagstofu (slands að þessu, °9 þar var mér sagt, að þeir væru 1156. Ef þið þekkið ein- f'Vern, sem man eftir þegar fyrsta Æsku-blaðið kom út, ®ttuð þig að skrifa Æskunni og segja henni frá því. Hún var ósköp lítil, Æskan, fyrstu árin. Lesmálið á hverri blaSsíðu var rúmir 17 sentimetrar á hæð og 14 á breidd (^innið ykkur málband og athugið stærðina). Og hvert tölubiað var ekki nema fjórar síður. En hún kom út tvisvar f mánuði og hún var með myndum. Það voru raunar ekki litmyndir, en myndir samt. Nú getið þið borið fyrstu Æskuna saman við Æskuna 6|ns og hún er nú. Það er mikill munur. En börnunum, sem fengu Æskuna fyrst, þótti ákaflega mikið varið í hana. Hún var fyrsta barnablaðið, sem út var 9efið á landinu. Og barnabækur voru þá ákaflega fáar og sialdan með myndum. í blöðunum handa fullorðna fólkinu v°ru þá aldrei myndir. ^að var Góðtemplarareglan á íslandi, sem byrjaði að 9efa Æskuna út. Hún gefur hana út enn. Hún hefur gert það Þessi ár. Og hún ætlar að halda því áfram. En það kostar tttikla peninga. Ólafur Þ. Kristjánsson. Það er erfitt að fá að sjá fyrstu árgangana af Æskunni og enn erfiðara að eignast þá. Hvers vegna er það? Það er af því að börn og unglingar lásu blöðin þangað til bók- staflega ekkert var eftir af þeim; þar tók einn aldursflokk- urinn við af öðrum. Svona fara vinsælar bækur venjulega. Æskan á ákaflega marga vini alls staðar á lándinu, unga og gamla. Og þið eigið að geta sagt ykkur sjálf af hverju það er. Það hefur margt verið gert á síðastliðnum 75 árum til þess að börn og unglingar gætu fengið gott, fallegt og skemmtilegt efni til að lesa. Sumt af því er merkilegt og þakkarvert. En ég held að ekkert hafi verið gert í þessum efnum, sem er merkilegra og þakkarverðara en útgáfa Æskunnar í 75 ár.' Ég flyt Æskunni þakkir og árna henni heilla á afmælinu. Það gera allir vinir hennar. En þeir þurfa að gera meira: Þeir þurfa að hjálpa henni til þess að halda áfram að koma út, stórri, fallegri, fróðlegri og skemmtilegri. Það gera þeir með því að halda áfram að vera kaupendur hennar og fá aðra til þess að gera það líka. Æskan launar þeim það með útliti sínu og innihaldi. Síðasta biað 1. árgangs var prentað I bláum lit, sagði ritstjórinn, að það væri fallegasta blað á landinu. Enn er Æskan failegasta blað á islandi. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.