Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 22
HELGl SÆMUNDSSON:
jr
Ogleymanlegur
maður
Skáld barnanna
g sá hann stundum tilsýndar tvö fyrstu árin
mín í Vestmannaeyjum, en leiðir okkar lágu
ekki saman fyrr en haustið 1937. Þá var- ég í öðrum
bekk gagnfræðaskólans og byrjaður að láta í Ijós
umdeildar skoðanir á málfundum. Höfðu bæjarbúar
einhverjar fréttir af því athæfi, og voru uppi fleiri
en ein spá um framtíð mína eftir að stofnað hafði
verið til kappræðu um borgarastyrjöldina á Spáni.
Og daginn, þegar ég hafði tal áf Sigurbirni fyrsta
sinni, man ég eins og þetta hefði verið í gær. Hann
var í miðjum barnahópi úti á götu, en gekk til mín,
þegar mig bar að, hneigði sig, tók í hönd mína og
kynnti sig þessum orðum:
Ég er Sigurbjörn Sveinsson, þú ert Helgi Sæ-
mundsson, komdu blessaður og sæll.
Fyrr en varði urðum við góðir vinir. Hann sótti mig
stundum á kvöldin þennan vetur, og við sátum heima
hjá honum fram á nótt. Þeim stundum gleymi ég
aldrei. Sigurbjörn var ekki mikill fyrir mann að sjá
þangað til töfrar persónuleikans komu til sögunnar.
Þá var hann á svipstundu skáld og ævintýramaður.
Frásögn harts var unaðsleg, þegar hann gaf sér laus-
an tauminn. Hún var hrein og tær eins og fjallalækur,
orðin stigu dans hugkvæmni og andríkis, þegar hon-
um tókst upp, og þá gleymdi maður stað og stund
eins og þjóðsagan um klæðið fljúgandi hefði allt í
einu breyst i veruleika.
Vestmannaeyingar voru sýnu meira fyrir bjarg-
tekju og fiskifang en skáldskap á unglingsárum mín-
um, en þó hafði Sigurbirni tekist að sigra þá með
orðsnilld sinni. Barnaskólinn þar var alræmdur fyrir
óþekkt, enda piltarnir heilsugóðir og telpurnar óstýri-
látar. Sigurbjörn kenndi við barnaskólann fyrir mína
tið þar á staðnum, en þótti ekki strangur lærimeistari,
lá iðulega í sólbaði úti í glugga, og kennslustundin
leið í gáska og ólátum. Allt í einu hóf kennarinn vísi-
fingur á loft og tilkynnti, að nú segði hann sögu. Þá
datt allt í dúnalogn eins og fullorðið fólk væri þarna
við jarðarför, og þögnin ríkti, meðan Sigurbjörn flutti
mál sitt, opnaði börnunum undraheim frásagnarinnar
og gerði þau að þátttakendum í skemmtilegum við-
burðum, sem voru endurminningar eða skáldskapur.
Svo glumdi skólabjallan í sögulok, og um leið varð
bekkurinn hávær iðaridi kös tiltektarsamra krakka,
en Sigurbjörn lagðist aftur út í gluggann til að njóta
veðurblíðunnar á björtum og fögrum vordegi.
II
Og gaman var að heimsækja hann á vorin. Þá leiddi
Sigurbjöfn gestinn í stofu, valdi honum besta sætið
og virðulegasta, tók gítarinn ofan af hillu og lék og
söng Ó, blessuð vertu, sumarsól — alltaf sama lagið-
Svo opnaði hann hlerann á þilinu milli stofunnar og
eldhússins, brá sér fram eins og kólfi væri skotið
til að hita kaffi og ,finna með því‘, en hélt samræðun-
um áfram gegnum opínn hlerann og kom öðru hvoru
til að þrífa gitarinn á ný og halda söngnum og tón-
leikunum áfram. Eða virðuleiki hans og innlifun, þegar
hann kenndi ensku. Fyrir kom, að ég væri viðstaddur,
þegar hann sagði ríkra manna bömum til í þe>rrl
ágætu námsgrein, og þá var engu líkara en Sigurbjörn
Sveinsson væri orðinn breskur broddborgari í ein-
hverri skáldsögu Dickens. Hann dáði og vegsamaði
þetta tungumál og var stoltur af því eins og stórsign-
að Watson Kirkconnell hafði þýtt smákvæði eftir hann
á ensku. Sennilega hefur Sigurbjörn lesið mér frum-
textann og þýðinguna hundrað sinnum árin, sem við
vorum samvistum, og alltaf jafn barnslega hrifinn
rétt eins og hann væri að taka á móti nóbelsverð-
laununum.
III
Sigurbjörn Sveinsson fékkst ekkert við skáldskap
eftir að ég kynntist honum, en hann mælti oft af munni