Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 24

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 24
[ stafi, svo var frásögnin listræn og hnitmiðuð og túlkunin áhrifamikil í smekkvísri hófsemi sinni. Stefán frá Hvítadal sat við borðsendann og horfði í gaupnir sér góða stund, en mælti svo af þunga, sem var í ætt við geðshræringu: Já, engum manni er Sigurbjörn líkur. Þeim ritdómi gleymdi Sigurbjörn Sveinsson aldrei. V Sigurbjörn Sveinsson hafði gjarna endaskipti á sólarhringnum, þegar ieið að sumri og jörðin klædd- ist iðgrænni skikkju gróðursins. Svaf hann þá á dag- inn, en vakti á nóttunni og fór könnunarferðir um Heimaey í leit að undrum náttúrunnar. Slóst ég öðru hvoru í fylgd með honum vorvikurnar, þar eð mér fannst nærvera mín Sigurbirni kærkomin þessar blíðu og kyrrlátu stundir. Og þvílík opinberun. Sigurbjörn talaði um grösin, blómin og steinana eins og hann væri þeim persónulega kunnugur, lauk upp fyrir mér hulduveröld náttúrunnar og sagði hvert ævintýrið öðru fegurra. Oft varð honum reikað upp í hlíðar- rætur Helgafeils. þar sátum við og horfðum yfir bæ- inn og út á hafið, þar sem blátt, grænt og hvítt skiptist á eftir veðri og sjólagi. Sigurbjörn var opin- skár venju fremur, þegar hann var einn með mér þessar björtu og hljóðu nætur. Leyndustu einkamál sín nefndi hann raunar ekki. Aldrei lét hann þess getið, svo að ég heyrði, að hann hefði nokkurn tíma gifst eða eignast börn. En hann átti til að fara hlýjum orðum um gestrisni og höfðingsskap Vestmannaey- inga, hvað hann mætti vera þeim þakklátur og hversu yel honum liði [ vist hjá þeim. Uppruna sinn ræddi hann aldrei, og honum virtist móti skapi að bregða sér burt úr kaupstaðnum. Honum stóð til boða langt áraskeið að fara til Reykjavíkur að lesa upp í út- varpið, og hann sárlangaði að láta af því verða, en hikaði jafnan, þegar til átti að taka. Framan af áleit hann sér ekki henta að ferðast með skipi heilsu sinn- ar vegna. Svo þorði hann ekki með flugvél eftir að þess var kostur. Hann sat fastur úti í Vestmannaeyj- um [ sínum mjúka fjötri. Honum leið þar vel, enda þekkti hann Heimaey eins og lófann á sér, elskaði þennan litsterka og fjölbreytilega stað og vegsamaði hann í snotru kvæði, sem er þjóðsöngur Vestmanna- eyinga. Sigurbjörn hefur naumast í annan tíma kveð- ið fastara að orði. En áreiðanlega var honum það allt alvara. Hann átti þar svo marga vini meðal fólksins og úti í guðs grænni náttúrunni, að Vestmannaeyjar voru honum innilega kærar. Þó var hann ómann- blendinn, umgekkst fáa og gerði lítið annað en hneigja sig og beygja í samræðu á förnum vegi. Hins vegar skynjaði hann eins og ósjálfrátt, að ná- granharnir og samtíðarmennirnir báru vinarhug til hans og að þeim þótti staðarprýði að honum og nafni hans. Sú viðurkenning var Sigurbirni Sveins- syni að skapi. Hann var heiðursborgari Vestmannaeyja eftir mína tíð þar í kaupstaðnum. Því fylgdu þau sérréttindi, að Sigurbjörn þurfti ekki að greiða útsvar né borga að- gangseyri á samkomur, þar sem haldið var uppi opin- berri löggæslu. Þetta notfærði hann sér og sótti skemmtanir og mannfundi af talsverðu kappi, en hafði jafnan förunaut með sér, og kom sú samfylgd mjög í hlut barna og unglinga. Sigurbjörn mætti alltaf spariklæddur, greiddur og strokinn, gekk að miða- sölustúlkunni eða dyraverðinum, hneigði sig og sagði: Ég er heiðursborgari, og þetta er gestur minn. Þar með var það mál klappað og klárt. VI Sigurbjörn var lágur vexti og mjósleginn, en frár á fæti og kvikur í hreyfingum, hafði löngum staf í hendi og veifaði montprikinu kringum sig fremur en hann styddi því til jarðar. Andlitið var eins og skorið út í tré eða bein, hvasst og línubeint, en þó mildur svipurinn og glettinn, en framgangan dálítið tilgerðar- leg. Minnisstæðust voru augun, sem Ijómuðu af gleöi eða kappi, ef maður tók Sigurbjörn tali. Væri hann hryggur, urðu þau hins vegar djúp og dimm eins og hylurinn eða örlaganóttin. Inni í Herjólfsdal og uppi í Helgafelli fór hann iðulega einförum sumarnæturnar björtu og hljóðu, þegar ég var kominn í sveitina. Hann var ómannblendinn og vildi gjarna vera einn með hugsanir sínar. En niðri í bæ var hann alltaf í fjölmenni. Börnin slógu þar hring um hann og gáfu sig á tal við skáld sitt. Sigurbjörn heilsaði hverjum krakka fyrir sig með handabandi, hneigði sig og sagði eitthvað skemmtilegt og kurteislegt. Ærslabelgirnir hættu áflogunum og gengu til móts við hann af hæg- látri virðingu eins og þetta væri biskup eða konungur. Og alltaf var skáldið boðið og búið að segja þessum vinum sínum sögu. Svo fór Sigurbjörn heim til að leika á gítarinn og syngja Ó, blessuð vertu, sumarsól, eða kenna fínum ríkra manna börnum ensku. Aðeins einu sinni sá ég Sigurbjörn Sveinsson fá- liðaðan úti á götu um miðjan dag. Hann gekk þá fram á lítinn dreng, sem grét beisklega af tilefni, sem már er ókunnugt. Ég sá, að Sigurbjörn dró upp budd- una sína og rétti drengnum pening. Sá litli hætti að gráta, velti vöngum, brosti út undir eyru og tók sprettinn í næstu búð, en Sigurbjörn Sveinsson veif- aði stafnum og skokkaði niður Skólaveginn í Vest- mannaeyjum. Han var allur á iði af ánægju yfir því að hafa huggað barnið. Hann gladdi mörg börn vel og skemmtilega. Og þetta var í síðasta sinn, sem ég sá hann — en mér verður hann alltaf nálægur og lifandi í þessari fallegu endurminningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.