Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 21

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 21
svarti hundurinn með hvíta blettinn á bringunni. Krummi fylgdi honum hvert sem hann fór. Ó, hvað þetta var sárt! Það var svo langt síðan hann hafði séð mömmu sína. Sárindin í brjóstinu voru svo mikil og tárin streymdu niður kinnarnar. Litli drengurinn titraði af ekka. Hvers vegna gat hann ekki sætt sig við hlutskipti sitt? Þetta voru svo mikil viðbrigði frá gleðinni og hamingjunni heima á Læk. Þrátt fyrir skuggana, sem komu á milli. Aldrei ætlaði hann að drekka brenni- vín, þegar hann yrði stór. Aldrei, aldrei. Það loforð hafði hann líka efnt. Það var víninu að kenna, að hann var tekinn frá mömmu sinni. Hér var hann hjá ókunnugu fólki. Enginn faðmaði hann að sér eins og mamma. Enginn bauð honum 9óða nótt á kvöldin með kossi og bað hann að lesa bænirnar sínar. Samt reyndi hann alltaf að muna eftir þeim. En stundum grét hann sig í svefn. Honum fannst hann vera svo einmana. Og þegar honum varð hugsað til þess, streymdu tárin niður kinnarnar. Allt í einu fann hann eitthvað loðið strjúkast við kinnina á sér. Hann opnaði augun. Það var Krummi, sem var kominn. Hann faðmaði rakkann að sér og klappaði honum. Svo strauk hann tárin framan úr sér, og sá nú fyrst sólskinið og blómin í kringum sig Þarna í brekkunni. Svo sat hann kyrr með Krumma I fanginu og reyndi að jafna sig. Fór svo að tala við þennan vin sinn, og Krummi sat grafkyrr og var ágætur áheyrandi, meðan hann strauk yfir kollinn á honum. — Heyrðu, Krummi minn. Það var gott, að þú komst. Ég er dálítið leiður f dag. Það er líka sunnu- dagur, og þá leiðist mér alltaf. Þá er ég ekki beðinn um að fara neinar sendiferðir. En nú ætla ég að segja Þér leyndarmál. En þú mátt engum segja það. þegar ég var á Læk, þá átti ég sérstakan draum. Jón gamli kennari sagði oft, að ég ætti létt með að laera. Og ég hafði gaman af því. Veistu, hvað það er, Krummi? Hann sagði, að ég ætti að ganga mennta- veginn. Þá dreymdi mig um að fara í menntaskóla, Þegar ég yrði stór. Þú spyrð til hvers? Það skal ég segja þér. Ég ætlaði að verða læknir. Mig lan'gaði fil að hjálpa þeim, sem veikir eru. Hvernig liður þér I fætinum, sem ég batt um í gær? Svo skoðaði Siggi fótinn á Krumma. Hann hafði komið heim með svöðusár á fætinum daginn áður eftir áflog við hundinn af nágrannabænum. Siggi lét vallhumalssmyrsli í sárið og batt um það. Nú höfðu Umbúðirnar haggast. Hann lagaði þær, og Krummi hreyfði sig ekki á meðan. Hann vissi, að vinur hans Var að hjálpa honum. ~~ Svona, Krummi minn, nú er það betra. En þú skilur kannski ekki, hvers vegna ég var að gráta áðan. Ég kemst aldrei í menntaskólann. Ég verð aldrei læknir. Sá dýrðlegi draumur er orðinn að engu. Eða sérð þú nokkur ráð? Hann strauk Krumma og kjassaði hann. Það mýkti sársaukann fyrir brjóstinu, þegar hann gældi við þennan máliausa vin sinn. En þó að vinátta hundsins væri einlæg, gat hann ekki hjálpað drengnum, svo að þessi mikii draumur hans rættist. — Heyrðu, Krummi. Segðu nú að allt fari vel fyrir mér. Kannski kynnist ég góðum manni, sem hjálpar mér í skóla. Svipaðir atburðir hafa komið fyrir áður. Svo ætla ég að segja þér annað leyndarmál, vinur minn. En þú mátt heldur engum segja það. Þetta veit ekki nokkur lifandi maður, ekki einu sinni mamma. Og taktu nú eftir. Ég ætla að verða skáld. Búa til mörg falleg kvæði um hamingjusöm börn. Og lika sorgleg kvæði um börn, sem ekki fá að vera hjá mömmu sinni, af því að pabbi þeirra er drykkjumaður. Stundum geri ég vísur um sólina og blómin. En enginn fær að heyra þær. Ég hvísla þeim bara að golunrii, sem líður hérna yfir ásinn. Ég er ósköp einmana. Ég á engan að nema þig, Krummi. Og þó að þú getir lítið hjálpað mér ( sam- bandi við framtíðardrauma mína, þá ertu góður og hlustar á mig. Þú ert sá eini hér, sem tekur þátt ( kjörum mínum og leyndarmálum. En sólin lækkar á lofti. Drengurinn hefur þerrað af sér tárin. Hann stóð upp, og þeir félagar gengu saman heim að bænum. Læknirinn leit upp. Hann hafði gleymt sér yfir gam- alli minningu. Sýnin var horfin. Kvistir, Ijóðabókin hans lá á borðinu. Báðir þessir æskudraumar hans höfðu ræst. Hann kipptist við, þegar hann heyrði, að einhver drap á dyrnar. Hann stóð upp, gekk rösklega fram að dyrunum, opnaði þær og bauð næsta sjúklingi sínum inn. Honum var nautn að sinna sínum daglegu störfum og hjálpa öðrum. Eirlkur Sigurðsson. Frímerkjasafnarar! Sendið mér 50 eða fleiri notuð íslensk frímerki og þið fáið í skiptum þrefalt fleiri mismunandi útlend frímerki. Kaupi einnig íslensk frímerki hæsta verði. PÁLL GUNNLAUGSSON Veisuseli, Fnjóskadal, S.-Þíng. -----------------------------------------«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.