Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 72

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 72
GUNNAR MAGNÚSSON frá Reynisdal: sigling var komin" Vorið 1924 var komið, það kom eins og önnur vor með ferskum blæ og nýjum vonum eftir langan og oft strangan vetur. Þetta var í maí austur í Skaftafellssýslu, í Mýrdalnum. Snjórinn eftir veturinn var horfinn niðri í byggð, en fannir sátu eftir í giljum og djúpum iautum, þar sem snjórinn hafði leitað skjóls í vetrarhríðunum. Tún og heimahagar voru orðin græn, og hagi var kominn fyrir búsmalann, sauðfé og kýr, hestarnir voru komnir út á engjar, þar sem þeir fengu að vera í friði, þar til rekið væri upp, sem var gert upp úr Jónsmessu. Sauðburður var byrjaður, og léku litlu iömbin sér dátt með mæðrum sínum um hagann græna. Þau hoppuðu og dönsuðu af einskærri lífsgleði, og kýrnar dunduðu við að bita grasið í brekkum fjallsins fagra, Reynisfjalls, og um miðjan daginn lágu þær og jórtruðu fenginn, enda var kom- inn gróðrarlitur á mjólkina. I hömrunum var fýllinn búinn að verpa og sestur á eggið sitt á klettasyl!u? eða þá á grasi grónum bekk I skjóli hvannarinnar sem þar óx víða og gerði hamrana svo fallega yfir að líta. Það var sannkallað vor I lofti, og lífið var dásamlegt hvert sem litið var. Og hafið, það var undur kyrrt eftir þvl sem það getur orðið þarna við strönd- ina hafnlausu. Þetta vor var ég tólf ára gamall. Ég hafði fengið að róa fjóra róðra um veturinn á vertíðinni og dregið tuttugu og sjö stórþorska úr sjó. Hef ég áður I Æskunni sagt frá fyrsta róðrinum mínum þann vetur. Skólinn var búinn og próf afstaðin hjá okkur krökkunum I Reynishverfinu. Var því nú sá tími árs, sem Ktið var um að vera hjá okkur, utan daglegra snúninga, svo sem að reka og sækja kýrnar kvölds og morgna og svo að sækja hesta, þá er þurfti að nota þá, sem iðulega var, við ýmis störf og útvegi. Það var einn þessara daga, að ég var látinn sækja hest- ana út á engjar, þar sem þeir voru frjálsir niður við Ósinn á beit á milli Hleypilækjar og Hvammsár. Þeir voru þrír, Mokkur, Hjálmar og Skúmur, allir vanir og stilltir gæða- klárar. Þó átti Hjálmar það til að vera slægur stundum, þá er hann var sóttur og komið var að honum. Faðir minn ætlaði að fara austur I Víkurbaðstofu að sækja símastaura, sem þar voru geymdir, en Víkurbaðstofa er undir Vlkur- kletti austur með Víkurhömrum. Áður en sandur barst vestur með Víkurhömrum I Kötluhlaupinu 1662, gekk sjórinn upp að þeim, og við Víkurklett hafði brimið sorfið bergið að neðan, svo að þar hafði myndast hellir inn undir klettinn. Heitir þar Víkurbaðstofa, og voru símastaurarnir geymdir þar allt frá 1914, er síminn var lagður til Víkur. I Baðstof- unni þornaði allt og geymdist vel, sem þar var haft, því að þar kom aldrei dropi úr lofti og ávallt súgur. Ég fékk að fara með föður mínum, og vorum við með tvo hestvagna. Sóttum við fjóra staura, sem Landsíminn átti, þeir áttu að setjast upp I Reynisfjalli í stað annarra, sem brotnað höfðu um veturinn. Segir fátt af ferðum okkar í þetta sinn, annað en það, að ferðin gekk að óskum, en þó var eitt, sem fyrir augu okkar bar, skip var á koma af hafi, seglskip nálgaðist og stefndi inn á Vikina. Um aldaraðir höfðu Skaftfellingar sótt verslun sína út úr héraðinu, ýmist til Eyrarbakka eða þá stundum alla leið vestur um Hellisheiði til Reykjavíkur. Var sú leið mjög torsótt og seinfarin, þar sem yfir eyðisanda og óbrúuð vötn var að sækja. Eina samgöngutækið var hesturinn, með klyfbera og takmarkaða orku. Það mun ekkl hafa verið mikið né fjölbreytt úrval vara, sem bændur héraðsins fluttu heim úr kaupstað í þá daga, og sérhvert nýtt sem innhentist hefur þá þótt miklu meira virði en nú á tímum allsnægtanna. Börnin hafa þá sjálfsagt ekki fengið mikið nýtt til þess að skemmta sér við eða að klæðast. Þau hafa orðið að láta sér nægja það, er til féll á heimilunum, svo sem leikföng úr gripum þeim er felldir voru. Leggir, köggl- ar og kjálkar voru leikföng barnanna í þá daga og þóttu gersemar þá. Klæðnaðurinn var allur heimaunninn úr ull- inni af ám og sauðum búanna. Langa vetrardaga og kvöld var setið við allslags tóvinnu í baðstofunum, þar sem allt fór fram í einum og sama skála. Börn og unglingar voru snemma vanin við að gera gagn í höndunum, að taka ofan af ull og tæja var það, sem byrjað var á, verkin hin, sem vandasamari voru, lærðust seinna, svo sem að spinna, prjóna og vefa. En þetta allt í senn, að koma ull í fat, var það, sem nauðsynlega varð að vinna, svo að þjóðin héldi lífi og heilsu. Verst hefur myrkrið verið, Ijósfæri voru aðeins kerti og lýsisiampar, áður en olían kom til sögunnar. Það gefur því auga leið, að lífsbaráttan hefur verið hörð og miklir og margvíslegir örðugleikar við að fást og sigr- ast á. Lestarferðirnar tóku hálfan mánuð til þrjár vikur austan úr Skaftafellssýslu, og oft komu hestarnir sárir og meiddir heim úr slíkum ferðum, og þessum ferðum fylgdi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.