Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 33

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 33
nflBHBHHHm Þess má geta nærri að fátækt var hjá einyrkja með svo mörg börn, en við vorum látin hjálpa til um leið og við fórum að geta snúist, en samt aldrei svo, að okkur væri of- gert með vinnu. Okkur fannst lík'a sjálfsagt að vinna og ég held, að við höfum verið hlutfallslega ánægðari með lífið þá, en börn eru núna. Það var ekki hægt að gera allt í af- skekktri sveit í þá tíð. Við fengum það sem við þurftum, en lítið fram yfir það. Nægjusemin var á alla kanta. Jóla- gjafir eins og börnin fá nú, þekktust ekki. Við fengum eitt kerti hvert og svo spil. Það var afar vinsælt að spila á spil. Frístundir áttum við ekki margar nema um vetur, því að vinnuharkan var meiri á sumrin. Við vorum álitin stálpuð svona 8 til 9 ára, og ég minnist þess, að ég var sendur frá tíu ára aldri með tvo hesta frá Barðaströnd til Patreks- fjarðar í kaupstaðarferðir. Ég var nú naumast orðinn bagga- fær á þessum aldri og varð því að klifra upp á þúfu eða hlaða undir mig, enda baggarnir ekki nema 50 pund. Frú ein á Patreksfirði, Sigríður Snæbjörnssen, hjálpaði mér að búa upp á hestana. En ég hef víst aldrei viljað binda bagga mína uieð öðrum, því að oft lauk hún við að binda alla baggana, en ég leysti þá aftur og batt þá með mínum eigin aðferðum. Vestfirðingar hafa einatt verið sjósóknarar, enda urðu uienn að stunda sjóinn vel. Það var um tíma að þrír af hverjum fjórum yfirmönnum á stærri skipum hér, voru Vest- firðingar. Faðir minn stundaði lengi sjó jafnhliða búskapn- um og á vorin fóru allir til sjós, sem vettlingi gátu valdið og þá kom það á konuna og börnin að sjá um búskapinn. Ég var látinn fara að smala og sitja hjá átta ára, en það var starfi okkar drengjanna. Við vorum þó ekki látnir sitja hjá nema á daginn, þegar ærnar fóru að spekjast. Ég tel, að öll börn hafi gott af því að vinna í hófi og álít, að þau séu oft skemmd af of miklu eftirlæti. Þau hafa líka of mikil pen- ingaráð. Því ekki segja við þau: Farðu og seldu blöð og reyndu að vinna fyrir því, sem þig langar í? Það er skemmd- arverk að fleygja peningum í börn í tíma og ótíma. En með þessu er ég ekki að segja, að okkur börnunum hafi á nokkurn hátt verið ofboðið með vinnu. Við áttum oft frístundir, þótt við þyrftum að hjálpa til. Okkur strák- unum þótti t. d. gaman að bregða okkur á hestbak, enda nóg af hestum í högunum og þá ekki alltaf fengist um, þótt hesturinn væri af öðrum bæjum. Eftirlætisíþróttin var að sundríða hyl í Haukabergsá og ég sundreið þar einu sinni á bolakálfi. Það var illt að halda sér á baki, því að hann ■ hafði ekkert fax eins og hestarnir, en það gekk þó með herkjum. Á eftir þóttist ég maður að meiri að hafa sund- riðið hylinn á nauti. Það höfðu hinir ekki gert! Þeir, sem gátu, unnu við heyskapinn á sumrin. Ég var t. d. látinn fara með heyband lengi. Það var oft erfitt fyrir lítinn strák, en ef önnur sátan var þyngri en hin, var steini bætt í þá léttari, svo að þær yrðu í jafnvægi. Á vetrum voru frí- mm EIFFELTURNINN m Þegar Alexandre Gustave Eiffel Iag5i fram tillögur sínar urn að byggja risa- vaxinn turn úr stáli skömmu eftir 1880 í tilefni af heimssýningunni, sem hald- in skyldi 1889, mættu þessar tillögur eindreginni mótspyrnu úr ýmsum átt- um, og höfundur þeirra var hafður að háði og spotti. Flestum fannst sem það væri óðs manns æði að ætla sér að reisa 300 metra háan turn. Því að hæstu dómkirkjuturnar voru miklu lægri; t. d. var turn dómkirkjunnar í Köln ekki nema 160 metrar. Það þótti einnig lík- legt, að svona stálgrindaturn yrði ekki til neinnar prýði fyrir sýninguna eða Parísarborg. En Eiffel stóðst allar mót- bárur og turninn mikli var reistur og stendur enn í dag og þykir borgarprýði. Ennþá er turninn ein hæsta bygging veraldarinnar. Hann er fyrst og fremst notaður sem útsýnisturn, en jafnframt sem útvarpsstöð og loftskeytastöð, og þar eru einnig gerðar veðurathuganir. Hægt er að komast í lyftu á þriðja pall turnsins, sem er í 276 metra hæð, en þaðan er dásamlegt útsýni yfir borgina miklu og umhverfi hennar, en Signa liðast eins og silfurrák gegnum borgina. Ganga má stiga upp á efsta pall turns- ins, en það er ekki hent svimagjörnum mönnum, og vindurinn ýlfrar í járn- grindunum og skekur turninn, svo að hann hreyfist eins og flaggstöng í roki. É
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.