Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 94

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 94
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Litskrúð laufs og blóma Náttúran hefur „hamskipti" á haust- in. Laufvindar blása. En fyrir lauffalliS skrýðist skógur og lyngbreiður rauðum, guium og brúnum litum. Heilar fjalia- hlíðar loga í undursamlegu litskrúði. Sjáið dimmrautt lyngið, Ijósgullna víði- runnana og „þúsundlitan" skóginn. Blöð fífunnar — brokið — fara snemma í haustbúninginn og kallast þá rauð- breyskingur. Svo kemur hver af öðrum. Reyniberin roðna, lauf bjarkanna verða gulbrún, flekkótt og rauð, ribsið gul- grænt, hvönnin fölhvít, sigurskúfurinn blóðrauður, hin stóru blöð Alaskaasp- anna gulbleik og oft með svarta jaðra. Innan um standa algræn tré. Valda því jarðvegsskilyrði o. fl. aðstæður. Gömul blöð gulna fyrst, en unga laufið næst endum greinanna helst lengst grænt. Laufið springur út á vorin, fagurgrænt og frísklegt. Það gegnir hlutverki sínu að vinna kolefni úr loftinu allt sumarið. En þegar kólnar og hausta tekur, verð- ur breyting. Næringarstarfsemin minnk- ar, mikilvæg efni flytjast úr laufinu, án þess að jafnmikið komi í staðinn. Þá koma haustlitirnir í Ijós, aðallega rauð- ir, gulir og brúnir. Ber oft mikið á rauðu haustlitunum, áður en hinir gulu láta að sér kveða. Ekki myndast samt rauð litarefni í blöðum allrá trjáa og runna, en allt lauf gulnar að lokum. Sérlega mikið ber á rauðu litunum eftir frostnætur, en í votviðrum öllu meir á hinum gulfölu og brúnu. i kulda breyt- ist nokkuð af mjölvi laufsins í sykur, og getur þá rauður litur komið í Ijós. Síðan flyst sykurinn burt úr blöðunum, sem gulna þá og visna. Hinir algengu brúnu haustlitir orsakast af efnabreytingum í dauðu laufi. Þetta er sams konar breyt- ing og þegar sundurskorin kartafla eða epil dökknar vegna áhrifa súrefnis lofts- ins. Oft eiga mörg litarefni þátt I lit- brigðunum á haustin. Gangið sjáandi um gróðurinn. Njótið litanna í görðum, hraunum, móum og hlíðum. Já, og allra „Kjarvalslitanna“ í mosanum. — Er nokkuð gagn að öllum þessum litum? Um suma þeirra er það augljóst. Græni gróðrarliturinn er ekki aðeins fallegur, heldur einnig bráðnauð- synlegur, því að án blaðgrænu geta plönturnar ekki unnið kolefni úr loftinu. En margt er á huldu um haustlitina. Mörg aldin fá fagra liti við þroskunina. Þetta er beita fyrir ýmis dýr, sem éta aldinin og dreifa um leið ósjálfrátt fræj- unum. Hafa víst margir séð hrafn á berjamó. Blómin skarta margvíslegum litum. Þau halda sér beinlínis til fyrir skordýrunum. Það er eins og þau segi: „Hér er ég. Komdu og fáðu þér hun- ang.“ Og skordýrin koma og éta angandi hunangið. Þau borga máltíðina með því að bera utan á sér frjóduft milli blóm- anna og stuðla þannig að fræmyndun og fjölgun þeirra. Líklega vita skordýrin ekkert um, hvaða gagn þau gera með þessu, en það gerir heldur ekkert til. Náttúran veit sinu viti, og tilganginum er náð. Litfögru blómin og skordýrin eru sem sköpuð hvort fyrir annað. Hin litdaufu blóm grasa, stara og fleiri jurta bjarga sér á annan hátt. Þau láta frjó- korn sín berast á vængjum vindanna. Þau eru ósjáleg, hunangslaus og ilm- laus, enda þurfa þau ekki að halda sér til, því að vindurinn kærir sig kollóttan. En þau verða að framleiða kynstur af frjókornum, því að mikið fer til spillis- Og þau teygja fræfla og frævur út úr blómunum, svo að vindurinn nái vel til þeirra. Allt er með ráði gert. Ritgerðasamkeppni Einn af beztu vinum ÆSKUNNAR árum sam- an, Gunnar Magnússon frá Reynisdal, gaf í til- efni af 75 ára afmæli blaðsins 5.000,00 krónur, sem áttu að verða verðlaun í ritgerðasamkeppni meðal lesendanna. Alls bárust um 200 ritgerðir. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir beztu ritgerðirnar. 1. verðlaun, sem eru 2.500,00 krónur, hlaut Haraldur Árni Haraldsson, Mosabarði 4, Hafnarfirði, 14 ára. ÚRSLIf 2. verðlaun, 1.500,00 krónur, hlaut Pétur Ár- mannsson, Eyvindarholti, Álftanesi, 12 ára. 3. verðlaun, 1.000,00 krónur, hlaut Guðrún Bjarnadóttir, Bjarnastöðum, Axarfirði. ÆSKAN þakkar fyrir þessa góðu þátttöku, og munu sumar af ritgerðunum koma í blaðinu á næstunni. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.