Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 68

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 68
í salnum kom skrúðganga kvenmanna. Þær báru skinn um mjaðmir sér, eins og karlarnir; andlit þeirra voru reglulegri og mannlegri en hjá karlmönnunum, og úr augum þeirra skein meiri greind og mannúð en úr augum bænda þeirra. Hver kvenprestur bar tvo gullbolla, og er þær röðuðu sér upp öðrum megin við altarið, röðuðu karlarnir sér hinum megin og tóku annan bollann af hverri konu. Þá hófst söngurinn aftur. Og út úr göngun- um bak við altarið kom önnur kona. - — Æðsti presturinn, hugsaði Tarzan. Hún var ung kona með fremur greindarlegt og fallegt andlit. Hún bar sams konar skart og hinir kvenprestarnir, en miklu íburð- armeira. Berir handleggir hennar voru því nær huldir af skartgripum, og yfir pardusskinnið var spennt belti úr skíru gulli, alsett örsmáum demöntum. í beltinu bar hún langan gimsteinum settan hníf, og í hendinni stælingu af kylfu. Þegar hún nálgaðist blótstallinn og nam staðar, hætti söngurinn. Prestarnir féllu á kné fyrir henni, meðan hún flutti langa bæn. Rödd hennar var mjúk og þýð. Tarzan átti bágt með að trúa því, að eigandi hennar mundi augnabliki síðar breytast fyrir áhrif helgisiðanna í það, að verða rauðeygður, blóðþyrstur sóldýrkandi, sem svo léti heitt blóð hans renna í gullbollana. Þegar hún hafði lokið bænalestrinum, leit hún í fyrsta skipti á Tarzan. Hún skoðaði hann frá hvirfli til ilja. Hún ávarpaði hann og beið svo, eins og hún byggist við svari. „Ég skil ekki mál þitt,“ mælti Tarzan. „Kannski getum við talast við á öðru máli?“ - En hún skildi hann ekki, þótt hann reyndi frönsku, ensku, arabísku eða mállýsku svertingjanna í þorpi Waz- iris. Hún hristi aðeins höfuðið, og honum fannst kenna óþolinmæði, er hún skipaði prestunum að halda áfram. Þeir hófu aftur hinn ægilega dans sinn, sem hætti svo snögglega eftir skipun kvenprestsins, sem stöðugt hafði staðið kyrr og horft á Tarzan. Hún gaf bendingu, og prestarnir réðust að Tarzan, hófu hann á loft og lögðu hann þversum yfir blótstallinn, þannig að höfuðið hékk út af öðrum megin, en fæturnir hinum megin. Þessu næst skipuðu karl- og kvenprestarnir sér í tvær raðir og höfðu tilbúna gullbolla sína. Einhver kurr kom upp hjá körlunum um það, hvar hver þeirra ætti að standa í röðinni. Illilegur náungi, sem bar á andliti sínu öll einkenni górilluapans, reyndi að komast framar í röðina, en honum bar. Æðsti kvenpresturinn skip- aði honum þegar að flytja sig aftar, og urrandi af bræði drattaðist hann þangað. Kvenpresturinn hafði nú hafið á loft hníf sinn og miðaði honum á brjóst Tarzans. Ein- hverja bæn fór hún með, sem Tarzan auðvitað skildi ekkert í. Sá illúðlegi tók þá allt í einu að lemja frá sér með kylfu sinni. í einni svipan hafði hann rotað tvo kvenpresta. Tarzan leit þangað og sá þegar, að bardagaæði var runnið á þennan náunga. Hann hafði oft séð slíkt áður, til dæmis hjá Kerchak apakóngi, Tublat og Terkoz. Reiðiöskur prestsins óða voru hrollvekjandi, enda flýðu nú allir hver sem betur gat og áttu þar fótum fjör að launa. Allt í einu voru engir eftir inni í salnum nema fanginn, meypresturinn og hinn ærði maður. Þegar vitfirringur- inn rak augun í konuna, kom glampi í blóðhlaupin augu hans. Hann skundaði til hennar og ávarpaði hana á máh, sem Tarzan, sér til mikillar furðu, skildi, en það var mál mannapanna — móðurmál Tarzans. Og konan svaraði honum á sama máli. Hann ávítaði — hún reyndi að sann- færa hann, því að auðséð var, að hún sá, að hann var ekki undir áhrifavaldi hennar lengur. Hann var kominn fast að henni — hann gekk álútur með krepptar klærnar til hennar fyrir hornið á blótstallinum. Tarzan reyndi nú fyrir alvöru á böndin, sem héldu höndum hans. Konan sá það ekki — hún hafði gleymt fórninni vegna hættunnar, sem að henni steðjaði. Þegar svo óvætturin stökk á hana, gerði Tarzan heljarátak. Ár- angurinn varð sá, að hann valt út af stallinum og ofan á gólfið þeim megin, sem stúlkan var ekki, en böndin höfðu látið undan. Tarzan spratt á fætur og litaðist um og furðaði sig þá á því, að nú sá hann hvorki vitfirringinn né konuna með blóthnífinn, þau voru horfin. Brátt heyrði Tarzan þó neyðaróp konu, og lieyrðust honum þau korria út úr dimmum göngum, sem lágu út úr blótsalnum. í einu stökki var hann kominn inn í göngin, og þar varð hann að hlaupa niður þrep, sem lágu ofan í einhverja hvelfinguna. Ljósglætan að ofan lýsti upp að nokkru þessa vistarveru, og hann sá, að margar dyr lágu frá henni inn í niðamyrkur. En það var ástæðulaust fyrir Tarzan að fara að kanna ókunna stigu þarna, því flð fyrir fótum hans lá það, sem hann leitaði. VitfirringunnU lá ofan á stúlkunni á gólfinu og reyndi að kyrkja hana í greip sinni. Hún barðist á móti. • Þegar Tarzan þreif til prestsins, sleppti hann konunm og réðst gegn þessum bjargvætti hennar. Froðufellandi með opinn kjaft barðist þessi sóldýrkandi með heljarafl1 vitfirringarinnar. í æðinu gleymdi hann alveg hnífnum, sem hann bar við belti sér. Hann liugsaði um það eitt að nota vopnin, er náttúran hafði gefið honurn. En ef hann kunni að nota kjaft og klær, þá hitti hann nú þann, sem betur var að sér í þeirri list, því að Tarzan apa- bróðir tók hann fangbrögðum, og þeir ultu um á gólfmu urrandi eins og villidýr. Konan stóð og þrýsti sér upp veggnum. Hún horfði með skelfingu á dýrin, sem börðust við fætur hennar. Loksins sá hún ókunna manninn ná heljartaki um háls hins, það brast í, og síðan fleyg®1 Tarzan frá sér máttlausum skrokknum. Hún sá þennan 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.