Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Síða 96

Æskan - 01.10.1974, Síða 96
GASTON BURRIDGE: Ovenjulegt einvígi Bang ... bang ... bang. Hamar Pete Teeners glumdi við grjótið, sem hann leitaði gulls í. Hann var staddur ( Bjarnarvík í Austur-Arizona og leitaði þar uppi staði, sem honum þóttu líklegir til að þúa yfir gulli. Þar fleygði hann frá sér pönnunni sinni, þreif upp hamarinn og hófst handa af fullum krafti. Og þarna hafði hann nú staðið um stund og stansaði andartak og leit upp, er hann heyrði hljóð fyrir ofan sig. Hann gekk nokkur skref aftur á bak og skimaði til lofts. Og sjá! Ekki meir en sex fetum fyrir ofan hann gat að líta þrjú ung fjallaljón, á að giska sjö vikna gömul. Þau höfðu heyrt til hans og eðlileg forvitni hafði náð yfirhöndinni. Og þarna stóðu þau nú og góndu á hann. Bælið þeirra var bersýnilega skammt undan. ,,Hæ, þið þarna," sagði Pete. „Hvað haldið þið svo sem að um sé að vera?“ Ungarnir gláptu og góndu og litlu eyrun fettust og brett- ust eins og þeir þrytu ákaft heilann. Og viti menn! Allt í einu var Ijónynjan komin þarna I eigin persónu. Pete hafði ekki tekið eftir komu hennar og hvaðan hún kom. Ekkert hljóð hafði heyrst, en þarna var hún komin og virti hann fyrir sér úr tólf feta fjarlægð. Og skottið hreyfðist í sífellu, þó að ekki sýndi hún tennurnar eða léti óánægju í Ijós. Allt ( einu lyfti hún höfði og þefaði. Pete fann kalda strauma hríslast niður bak sér. Hann hafði aldrei staðið augliti til auglitis við fjallaljón fyrr. Pete bjóst nú við að þurfa að leggja til atlögu við val- kyrjuna, þó að ekki hefði hann annað vopna en gullgrafara- stafinn. Og ósjálfrátt herti hann tak sitt um hann. Ljónynjan varð auðsjáanlega vör við þetta viðbragð hans, því að gulgræn augu hennar beindust nú að honum. Nú tók hún skyndilega að hreyfa sig og virtist vera að liðka sig í liðamótunum áður en hún byggist til stökks. Og Pete fannst augu hennar verða sem tveir hvassir rýtingar. I þeim speglaðist ( senn grimmd og hatur. Það fór ekki hjá því, að Pete fyndi til þess að hann var alltof nálægur ung- unum þremurl Pete sá, að Ijónynjan kom sér betur fyrir. Stórar, gular glyrnur hennar ranghvolfdust og augasteinarnir þöndust út. Þetta var hættumerki. Hann herti enn tak sitt um stafinn og lyfti honum lltið eitt til að vera við öllu búinn. Hann sá, að vöðvar villidýrsins hnykluðust undir feldinum. Pete laut lltið eitt áfram til að standa betur við þunga Ijónynjunnar. Enn horfði hún á hafinn staf hans. Hún vissi auðsjáanlega ekki, hvað hann átti að þýða. Og hún virtist ekki kunna meira en svo vel við hann. Það kom um stund hik á hana og óræðni kom f augnaráðið. Þá heyrðist skyndilega hvinur ( lofti. Og hann varð sífellt hærri og hærri. Pete sá, að Ijónynjan leit allt í einu til lofts. Greinileg svipbrigði sáust á andlitinu. Pete varð þegar Ijóst, að nú hafði Ijónynjan misst áhuga sinn á honum. Pete sá, að dökkan skugga bar við björgin. Þárna var stór og mikill örn á ferð. Án þess að hafa frekari umsvif lækkaði örninn flugið skyndilega og nálgaðist ungana. Þeir höfðu ekki gætt sín nóg, verið of áfjáðir í að fylgjast með skiptum móður sinnar og mannverunnar skrítnu. Örninn var kominn of nálægt ungunum til að hopa af hólmi. Og Ijónynjan tók viðbragð. Þetta hlaut að enda með ósköpum. í sama bili og Ijónynjan lenti með framfæturna á syllunni, þar sem ungarnir voru, skall örninn á höfði hennar. Svo mikið var höggið, að Ijónynjan hrökk burt og minnstu munaði, að hún lenti á Pete. En nærri jafnskjótt og þetta skeði, var Ijónynjan aftur komin á sylluna til unga sinna. Þegar líkamsþungi hennar lenti þar, myndaðist smáskriða, og einn unganna valt niður hana og staðnæmdist við hliðina á Pete. Nú upphófst mikið kapphlaup á milli arnarins og Ijónynjunnar um það, hvort þeirra næði fyrr til unganna. Og svo upphófst orrustan. Örninn sló og krafsaði ( augu Ijónynjunnar með tröllaukn- um sex feta vængjum sínum og lyfti sér lítið eitt. Ljónynjan hóf framfæturna og greiddi með þeim stór og þung vind- högg. Enn hækkaði örninn flugið og heppnaðist nú að krækja því sem næst í einn ungann, en áður en af þvf yrði, kom Ijónynjan honum til hjálpar. Nú tók örninn eftir unganum, sem oltið hafði niður skriðuna, en veitti Pete hins vegar enga athygli. Hann þaut yfir höfuð Petes og Pete virtist hann sem þungur storm- sveipur. Þá gerði Ijónynjan sér lítið fyrir, tókst hreinlega á loft þaðan sem hún var og lenti ofan á vængjum arnarins um það bil sem hann var að hefja sig til flugs með ungann ( klónum. Og örninn krafsaði og klóraði augu Ijónynjunnar, en hún greiddi honum í staðinn svo mikið högg, að hann ringlaðist, sleppti bráð sinni og hrökklaðist frá. Hann settist á viðarbút skammt undan, barði saman vængjunum og var auðsjáanlega mjög miður sín. Ljónynjan sneri sér nú við og leit á Pete. Hann stóð þarna í sömu sporum og fyrr með stafinn mundaðan fyrir framan sig. Hann virtist alls ekki hafa í hyggju að láta undan siga- Og Ijónynjan virti hann fyrir sér og gekk upp og niður af mæði á meðan. Skyndilega greip hún í hnakkadrambið á unganum með kjaftinum og skokkaði leiðar sinnar til hinna unganna. Hún leit einu sinni sem snöggvast um öxl til að vita, hvað Pete aðhefðist. Svo var þetta ekki meira. Og örninn lyf1' sór til flugs og hvarf út I móskugráan himininn. Pete Teener varp öndinni léttar. Hann rétti úr sór, strauk hendinni um ennið og tautaði: „Guði sé lof að þessi orrahríð er afstaðin!" Svo hélt hann áfram að leita gulls i grjótinu eins og ekkert hefði f skorist. 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.