Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1974, Page 13

Æskan - 01.10.1974, Page 13
fj f ~ a5 var gaman á þeim vonadögum, þegar pósturinn kom. Hann kom norðan yfir Botnsheiði, frá (safirði, höfuðstað Vestfjarða, virðulegur embættismaður með loð- húfu á höfði, bar póstpokann á baki og hafði póstlúðurinn sPenntan við síðu, gekk við broddstaf. Svona hljóta póstar eð vera, svipmiklir og vel til fara, hreinir. Allt kusk hefur sópast af þeim og þeir eru hressir f máli. Og þegar þeir k°ma inn í hús, er útiloftið hreint og ferskt í kringum þá. Þetta voru vinsælir menn, sem við þráðum, þeir máttu ekki veikjast, við óskuðum þeim fararheilla. Þeir komu með bréfin og þeir komu með fréttirnar utan úr hinum stóra heimi. Það var tilhlökkunarefni að fá fregnirnar úr fjar- '®9ðinni, við vissum svo lítið um, hvað var hinum megin v'ð fjöllin. Reyndar komu þeir með menntunina og menn- in9una. Kom Æskan, — kom Unga (sland? úé, þau komu. Ég minnist þess sérstaklega með léttum nú, á 75 ára afmæli Æskunnar, þegar blaðið var tekið ePP úr pósttöskunni og því var dreift meðal kaupendanna é Suðureyri. ^etta var blað í litlu broti, átta síður að stærð og auk Þess jólablað. Meira en hálfri öld síðar undrast ég nú, hversu mikið efni þetta litla blað rúmaði, sögur og Ijóð, fr°ðleik og frásagnir frá þjóðum og löndum, uppfinningum, ,résagnir af vísindum og listum. Það sagði okkur meira að Se9ja frá tungumálinu, sem ekki var móðurmál neins manns. Og margir unglingar, sem síðar urðu þjóðkunnir, einnig ri*höfundar og skáld, sáu í fyrsta sinn nafnið sitt á prenti 1 Þessu litla blaði. Meðal þeirra, sem skrifuðu í blaðið á fyrstu tugum aldar- 'nnar, voru Sigurbjörn Sveinsson, Jón Trausti, Steingrfmur Thorsteinsson, Lárus Thorarensen, Friðrik Friðriksson og Guðmundur Guðmundsson skáld. í þessu sambandi vil ég minnast sérstaklega á Sigur- björn Sveinsson, hinn elskulega rithöfund, sem birti nokkr- ar sögur í Æskunni. Hann hafði mikil áhrif. Og ég minnist ungs rithöfundar, Ágústs Guðmundssonar f Bolungarvfk. Hann skrifaði margt, m. a. æskuminningar sínar. Hann var að vísu undir áhrifum frá Sigurbirni Sveinssyni, en skrifaði af undraverðri leikni. Hann lést aðeins 18 ára að aldri og sá ekki nafnið sitt á prenti, en Æskan birti síðar sjö sögur eftir hann. Ágúst Guðmundsson var miklum hæfileikum búinn. Gáf- ur hans voru fjölþættar. Hann var listaskrifari, teiknari og skrautritari, skarpskyggn á íslenskt mál og fór listfengum höndum um margt. Hann las mikið og hafði yndi af að tala um bækur og skáldskap. Hann hafði einnig lært að binda inn bækur. Þegar Ágúst var 12 ára að aldri, dreymdi hann mann, er sagði honum, að hann ætti alls að fara yfir átján heiðar, væri hann búinn að fara yfir 12, ætti eftfr sex. Ágúst Guðmundsson veiktist um jólaleytið 1909 og lá síðan rúmfastur. í Bolungarvík var gefið út skrifað blað, er nefndist Sakleysið. Ágúst skrifaði nokkrar sögur f blaðið, og var um þessar mundir að rita sérstaka bók, sögur frá bernskudögunum, er hann nefndi: Úr æsku minni. Þær voru prýðilega ritaðar. Um miðjan júlí 1910 varð Ágúst veikur mjög og lést að fáum dögum liðnum. Hann hafði farið yfir heiðarnar 18. Hann var harmdauði þeim, er skildu hann. Það varð hlut- skipti Æskunnar að geyma hið eina, sem prentað hefur verið eftir þennan fágæta ungling. Æskunni ber þakkir fyrir marga góða hluti. Æska, vertu sjálfri þér trú Hafnaðu bæði áfengi ogtóbaki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.