Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1974, Qupperneq 12

Æskan - 01.10.1974, Qupperneq 12
TOBAKIÐ ER EITUR! Rétt er að hafa eftirfarandl meginatriði i huga: 1. í tóbaki er mjög aterkt eitur, sem heitir nikótín. Við tóbaksnotkun fer það út í blóðið og berat með því um allan likamann. Sá, sem notar tóbak að ataðaldri, hefur þetta eitur atöðugt í líkamanum. 2. þegar sigaretta brennur, myndast efnl, sem getur valdlð krahbameini. Krabbamein i lungum er nærri 11 sinnum algengara í sígarettureyklngamönn- um en þeim, sem reykja ekki. Sígarettureykingar hafa stöðugt farið í vöxt á undanförnum áraíugum, og krabbamein í lungum fer stöðugt í vöxt. Krabbamein í ýmsum öðrum líffsrr- um er lika algengara meðal reykingamanna. 3. Sígarettureykingar valda smám saman hósta, mæði og ýmiss konar annarri vanliðan. Miklu fleiri reykingamenn deyja úr lungna- kvefi en menn, sem reykja ekki. 4. Miklar líkur eru til, að reyktngar getl átt þátt í ýmsum öðrum sjúkdómum, t. d. sjúkdómum i a>ðum hjartans, en þeir sjúkdómar virðast aukast stöðugt. 5. Tóbaksnotkun er hættulegust börnum og unglingum. Ýmislegt þykir benda til þess, að börn og unglingar, sem reykja mikið, þroskist seinna bæði andlega og líkam- lega. 6. Keykingar eru mikill 'sóðaskapur. l>ær spilla andrúmslofti bæðl fyrir reykinga- mönnunum sjálfum og öðrum. lagði af stað, kom sonur gömlu kon- unnar, sem átti heima annars staðar í byggðinni. Hann sagðist hafa fengið boð um það, að móðir sín væri veik og vera kominn til að biðja mig að koma með sér til að sjá hana. Ég sagði honum alla söguna, og svo lögðum við af stað. En þegar þangað kom, sem gamla konan átti helma, var hún látin, — hafði verið veik af lungna- bólgu. ( hálfgerðu óráði hafði hún hvað eftir annað verið að spyrja um, hvernig á því stæði, að ég kæmi ekki, — hana minnti þá, að hún hefði sagt drengnum að biðja mig að koma sem allra fyrst. En hún hafði sagt honum, að ekkert lægi á, koma bara við, ef ég væri á ferð í grenndinni. Ég spurði, hvenær hún hefði dáið. „Klukkan fimrn," svaraði húsmóðirin. Höggin á húsið vöktu okkur nákvæmlega á sama tíma og gamla konan andaðist. Hvernig stóð á þessu? Hvað voru þessi högg? Hvað táknuðu þau? Hvers eðlis voru þau? Voru þau misheyrn okk- ar beggja? Er það mögulegt, að hugar- áhrif gömlu konunnar á dauðastundinni hafi verið svo sterk, að hún gæti látið heyra til sín á þennan hátt? VII. Óskiljanleg hugaráhrif Ég átti heima í litlu þorpi í Saskat- chewan. Átta mílum þaðan var annað þorp, og þar var enskur læknir. Okkar héruð lágu saman, við hittumst oft og unnum hvor með öðrum. Einhverju sinni bar það við, að ung kona kom til mín, sem ég þekkti ekkert. Hún kvaðst eiga von á fjölgun og bað mig að líta eftir sér. Ég spurði hana ýmissa spurninga, þar á meðal, hvar hún ætti heima. Það kom þá í Ijós, að heimili hennar var í miðju þorpinu, þar sem hinn læknirinn var. Ég spurði hana hvers vegna hún leitaði ekki til hans. ,,Ég mundi ekki trúa honum fyrir þvf að líta eftir hundinum mfnum, ef hann væri veikur," svaraði hún. „Hann hefur ekki vit á neinu.“ Mér fannst þetta skrítið, því að ég vissi, að hann var ágætur læknir. Ég bað konuna að bíða stundarkorn og fór út til þess að tala við hinn lækninn í síma. Ég sagði honum, að þessi kona væri inni hjá mér og í hvaða erindum hún hefði komið. Ég sagði honum ekkl, hvað hún hefði sagt um hann, heldur aðeins, að ég hefði ekki viljað sinna henni án þess að tala við hann, þar sem hún væri nágranni hans. Þegar ég hafði lokið máli mínu, skelli- hló læknirinn og sagði: „Blessaður, gerðu fyrir hana, hvað sem þú getur! Ég skal segja þér, hvernig í öllu liggur, þegar við finnumst næst.“ Ég fór inn aftur og talaði við konuna á ný og lofaðist til þess að líta eftir henni. Að því búnu skoðaði ég hana, en þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að hún væri alls ekki þunguð. Hún sagði mór, að hún væri komin sex mánuði áleiðis, og hún var mátulega gild til þess, að það gæti verið, auk þess sagði hún mér frá ýmsu, sem benti til þess. Ég sagði henni eins og var, en hún varð ofsareið, óskaði þess, að hún væri komin austur til Toronto til reglulegra lækna, en sem lengst í burtu frá þessum bölvuðu bjánum hérna í Vestur-Kanada, sem kölluðu sig lækna. Svo fór hún án þess að kveðja mig og skellti á eftir sér hurðinni. Hinn læknirinn sagði mér sams konar sögu af sinni reynslu af þessari konu. Hann grennslaðist eftir því á bak við tjöldin, hvernig hún hefð- ist við. Hún vitjaði hans áldrei oftar og einskis læknis, eftir því sem hann best vissi, þangað til á réttum tíma — eftir hans reikningi —, en þá veiktist hún og virtist hafa reglulega léttasótt. Hún lét þá flytja sig langt í burt í stærri bse. þar sem spítali var. Þar var hún tekin inn í sjúkrastofu og skoðuð. Hún var eðlilega gild, eins og kona, sem hafði gengið með fullan tíma og hafði ðll einkenni þess, að hún væri að ala barn, fékk t. d. kvalaköst með jöfnu millibiH, svo svæsin, að hún hljóðaði hástöfum, en þegar hún var skoðuð, komust lækn- arnir að sömu niðurstöðu og við. Ég mundi eftir því, að yfirsetukenn- arinn okkar á læknaskólanum hafði sagt okkur, að þess konar ímyndun ætti sér stað. Við hlógum að þvi eins og hverri annarri skrítlu. En ég geri það ekki leng- ur, — pseudocyesis er eflaust sjaldgæ^ en svo sannarlega á það sér stað. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.