Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 74

Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 74
 sífelld hætta i óbrúuSum ám og fljótum, slík var saga vor. Laust fyrir 1890 hófst verslunarrekstur í Vík í Mýrdal, skip tóku að koma með vörur til kaupmanna, sem þar voru farnir að versla, og ,,höfn“ var löggilt í Víkinni, þó að allar ytri aðstæður væru neikvæðar. Skipin lágu langt frá landi við akkeri, og það var oft þungur og langur róður úr landi og í land. Þarna var hafnleysa í orðsins fyllstu merkingu, og er svo enn. Það hefur ekki tekist að brjóta skarð í brimið, sem sífellt svarrar við hina sendnu strönd, en það var farið að brúa fljótin og árnar og leggja vegi um byggðirnar, og með til- komu bifreiðanna hefur allt stórbreyst til bóta fyrir hér- aðsbúa. Skip var komið á Víkina hlaðið vörum til verslunar Hall- dórs Jónssonar. Nú þurfti að taka til höndunum, því að sjór var ,,dauður“, svo að uppskipun gat hafist strax. Sendiboðar voru sendir um alla sveit að smala mönnum í vinnu, og síminn, sem lá um sveitina, var óspart notaður í þarfir Halldórs kaupmanns. Allir verkfærir menn úr Reynis- hverfinu fóru austur í Vík í vinnuna, ýmist í sjóvinnu á upp- skipunarbátunum, sem hétu Sumarliði og Pétursey og voru í eigu Halldórs, eða þá í landvinnu við að taka á móti vörunum og koma þeim í hús verslunarinnar. Mikið var af hestum og vögnum, sem vörurnar voru fluttar á úr sandinum. Faðir minn og Finnbogi bróðir minn fóru í uppskipunar- vinnuna, en það lenti í minn hlut að færa þeim mat á dag- inn austur yfir Reynisfjall, ásamt öðrum strákum úr Reynis- hverfinu, því að margir menn voru í vinnunni. Nú, þarna frammi í sandinum fæddist sú hugsun með mér, að ég skyldi fara út í skipið með uppskipunarbáti. Ég orðfærði þetta við Finnboga bróður, og hann kom mér á framfæri við formanninn á Pétursey, Jón Gíslason á Norður- Götum. Hann var ávallt með Pétursey í upp- og útskipun á þeim árum. Jón tók máli mínu vel, og svo fékk ég að fara upp í skutinn, en karlarnir ýttu og reru á flot. Sjór var víst sem sagt dauður, sem kallað var, að minnsta kosti fengum við engan hrakning. Það voru víst einhverjir fleiri strákar með, sem langaði líka til að skoða hið framandi skip. Skipsmennirnir á Pétursey reru rösklega fram að skipinu. Ég horfði á skipið, sem stöðugt nálgaðist og skýrð- ist og stækkaði, og innan stundar vorum við komnir út að skipinu. Þetta var þrímöstruð skonnorta með bundin segl við rá, og bugspjóti. Jón formaður lagði nú Pétursey að skútunni og skips- menn hans gripu í band, sem var strengt með framhlið skútunnar. Svo var farið að taka á móti vörum ofan í bátinn. Mér var hjálpað um borð í skútuna, því að dálítið var hátt upp í hana. Svo fór ég að skoða mig um. Ég hafði aldrei fyrr á ævinni komið um borð í hafskip, aðeins skoðað strandaðan togara, Ottó Friche, 1919. Mér fannst margt að sjá, mörg stög og talíur upp um ■allan reiða, og svo var það lestin, þar unnu menn við að leggja poka og kassa í stroffur, sem síðan voru halaðar upp á handsnúinni vindu, sem tveir danskir menn sneru án afláts. Stýrimaðurinn stóð við lestarlúguna og skrásetti allt það, er upp úr lestinni kom. Var hann aldraður maður á lágum tréklossum og með kragaskegg. Aðra af áhöfn skipsins sá ég ekki, þeir hafa sennilega verið undir þiljum. Á þil- farinu var mikið af timbri. Voru menn að binda það [ flota, sem síðan var varpað fyrir borð og hafðir aftan í uppskip- unarbátunum og þannig róið með þá upp að sandi. Engin yfirbygging var á skútunni, aðeins smákappar í lúkar og káetu, stýrishjól var ekkert, aðeins stór sveif, sem talíur voru festar í á bæði borð, þannig til reika voru seglskiþin áður fyrr, og stóðu við stýri og kompás alvæddir sjómenn þeirra tíma, hvernig sem viðraði, á milli landa og heims- álfa. Mér fannst þetta mikið skip, og það var það í raun og sannleika, komið yfir hafið á útmánuðum frá Kaup- mannahöfn með alls konar vörur frá heildverslun Jakobs Gunnlaugssen, en við hann skipti Halldór í Vík. Þessar vörur, sem skipið færði að landi, áttu eftir að dreifast um alla sýsluna, og síðastliðin fjörutíu ár hafði þannig gengið til í Víkinni. Aðrar verslanir fengu sín vöruskip ár hvert á Víkina, en það var fyrir mína daga og er því ekki til frá- sagnar hér. Þetta var siðasta seglskútan með vörur til Víkur, og nú var ég búinn að skoða hana í krók og kring. ,,Eva“ frá Marsdal hét skipið, það var skráð stórum, hvítum stöfum á afturstafn hennar, og það voru ósköpin öll, sem upp úr skipinu kom af vörum, eða svo fannst okkur strákunum, sem vorum að færa venslamönnum okkar hressingu. Þegar ég var búinn að skoða mig um, fór ég svo í land með Pétursey, og ég man, að ég var glaður í huga og þakklátur Jóni á Götum fyrir að hafa flutt mig út í Evu. Ég lagði svo gangandi úr Víkinni heimleiðis yfir Reynisfjall. Það voru ekki þung spor og margt um að hugsa, sem fyrir augu hafði borið þennan vordag. Síðan þetta gerðist eru liðin fjörutíu og fimm ár. Margt hefui1 breyst frá því, sem þá var, og ekki síst verslunar- hættirnir. Nú koma ekki lengur vöruskip frá Kaupmanna- höfn á Víkina, og engir bátar eru lengur til, sem hægt væri að nota til uppskipunar, og gömlu mennirnir, sem stóðu í þessu fyrrum, eru gengnir til feðra sinna. En vestur í Skógum undir Eyjafjöllum geymist gamla skipið, Pétursey, þar er það til sýnis í byggðarsafninu, leifar gamla tímans, sem nú fyrirfinnst ekki iengur annars staðar en í hugum þeirra, sem enn lifa og muna tímana tvenna í verslunar- málum Mýrdælinga og raunar sýslunnar allrar. Nú er allt orðið brúað og hlemmivegir um byggðirnar, og það er eins og mönnum finnist, að svo hafi það alltaf verið. Svona eru menn fljótir að gleyma því liðna. Það eru um 50 ár síðan Jökulsá á Sólheimasandi var brúuð. Þá var haldinn mannfagnaður við ána. Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld orti vígsluljóð við það tækifæri. Þar segir hann meðal annars: „Mundu erfiðið allt, og það aldanna stríð, sem við ótamda strauma var háð. Mundu sögu þíns lands, mundu að virða hvert verk, sem ber vitni um íslenska dáð. Þú sem síðar átt för yfir Sólheimasand, og þú sérð engva hættu á leið. Mundu fákinn sem fyrr stríddi öldunum I, þar sem aurjaki á botninum skreið." Erfiðleikar ferðalangsins voru miklir og hætturnar gífur- legar fyrrum. „Drösull mátti ekki missa fóta" f flaumnum, þá er yfir straumvötnin var farið. Ég læt nú þessum þætti lokið, margt llfir og merlar ( huganum frá liðnum árum, svo sem þetta, sem ég verið að færa [ letur í þætti þessum. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.