Æskan - 01.10.1974, Page 26
JÓHANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR:
Bernskusumar
funnangolan þýtur um grösugar brekkurnar í fjall-
inu, þar sem fjallablómin vagga sér. Blágresi
þekur víða hlíðarnar og munablómin fylla lautirnar himin-
bláum blómaugum. Stoltur sigurskúfur gnæfir hátt yfir klett
og fjalldalafífill unir sæll í klettaskoru. Loftið er mettað
unaðslegri angan blómanna, sem stíga dans í sumarblænum.
Litla stúlkan, sem hallar sér upp að stóru heysátunni í
iðgrænu túninu við fjallsræturnar, horfir upp í heiðbláan
himininn, þar sem létt sumarskýin svífa og taka á sig margs
konar myndir. Angan af nýslegnu heyi berst um loftið, og
Jóhanna Brynjólfsdóttir.
af og til ber blærinn ilmsæta angan mjaðurtarinnar, sem
vex í hvirfingu í klettunum ofan við bæinn.
Niður af túninu blasir fjörðurinn við augum glitrandi í
sólskininu, eins og þúsundum demanta hafi verið stráð
yfir hafflötinn.
Stóra systir kemur hlaupandi og kallar á systur sína,
sem enn horfir dreymandi augum upp í himininn.
' „Þarna ertu þá,“ segir hún um leið og hún skellir sér
másandi niður við hlið systur sinnar, sem varla hefur enn
áttað sig. ,,Og ert með hugann uppi í skýjunum eins og
fyrri daginn," bætir hún við. „Stattu upp og komdu með
mér að sækja kýrnar," heldur hún enn áfram hraðmælt-
Sú litla stendur hljóðlega upp. Hún er vön að hlýða
systur sinni, og þær halda áfram niður túnið hönd í hönd.
Hann Brúsi, hundurinn þeirra, flatmagar í sólinni heima
á hlaði, en þegar hann kemur auga á telpurnar, þýtur hann
upp og stekkur á eftir þeim. Hann fer alltaf með þeim eld-
snemma á morgnana að reka kýrnar út í mýrina við árósana
— og eins að sækja þær á kvöldin.
Fjöldi fugla verpir í mólendinu og mosagróinni hraun-
tungunni, sem teygir sig inn eftir dalnum. Systurnar þekkja
hljóð spóans, sólskríkjunnar, lóunnar og margra annarra
fugla.
„Lóan er hrædd um eggin sín,“ segir litla systir, þegat
hún heyrir blíðsárt lóukvakið.
„Lóan er löngu búin að. koma ungunum sínum á Ieg9>
og þeir löngu fleygir," svarar stóra systir, sem allt veit.
„Það er svo sorglegt kvak lóunnar, hún saknar svo barn-
anna sinna,“ segir litla systir og fer að kjökra.
En stóra systir ansar ekki, hún er að hugsa um berin,
sem spretta þarna allt um kring.
„Það verður gott berjasumar, og við verðum að vera dug'
legar að tína,“ segir hún.
Sú litla er nú farin að huga að berjunum og gleymn'
lóunni.
„Berin eru þó ekki fullsprottin enn,“ segir stóra systir.
Sú litla kjagar yfir móana — hún er enn svo ung.
Loksins koma þær auga á kýrnar niðri í mýrinni í kaf-
gresinu við árósana. Stóra systir herðir ganginn, og sú li{'a
kemur másandi á eftir. Straumharða áin, sem rennur 1
gegnum dalinn, kvíslast við árósana í fjölmargar ársprænur,
sem teygja makindalega úr sér á meðal blómlegra lækjar-
sóleyja, uns þær falla í faðm sólglitrandi hafsins.
Þegar kýrnar sjá telpurnar koma, þá mjaka þær sér í átt
heim á leið þungfærar af nytinni. Systurnar halda í humád
á eftir þeim og spjalla saman.
24