Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1974, Page 26

Æskan - 01.10.1974, Page 26
JÓHANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR: Bernskusumar funnangolan þýtur um grösugar brekkurnar í fjall- inu, þar sem fjallablómin vagga sér. Blágresi þekur víða hlíðarnar og munablómin fylla lautirnar himin- bláum blómaugum. Stoltur sigurskúfur gnæfir hátt yfir klett og fjalldalafífill unir sæll í klettaskoru. Loftið er mettað unaðslegri angan blómanna, sem stíga dans í sumarblænum. Litla stúlkan, sem hallar sér upp að stóru heysátunni í iðgrænu túninu við fjallsræturnar, horfir upp í heiðbláan himininn, þar sem létt sumarskýin svífa og taka á sig margs konar myndir. Angan af nýslegnu heyi berst um loftið, og Jóhanna Brynjólfsdóttir. af og til ber blærinn ilmsæta angan mjaðurtarinnar, sem vex í hvirfingu í klettunum ofan við bæinn. Niður af túninu blasir fjörðurinn við augum glitrandi í sólskininu, eins og þúsundum demanta hafi verið stráð yfir hafflötinn. Stóra systir kemur hlaupandi og kallar á systur sína, sem enn horfir dreymandi augum upp í himininn. ' „Þarna ertu þá,“ segir hún um leið og hún skellir sér másandi niður við hlið systur sinnar, sem varla hefur enn áttað sig. ,,Og ert með hugann uppi í skýjunum eins og fyrri daginn," bætir hún við. „Stattu upp og komdu með mér að sækja kýrnar," heldur hún enn áfram hraðmælt- Sú litla stendur hljóðlega upp. Hún er vön að hlýða systur sinni, og þær halda áfram niður túnið hönd í hönd. Hann Brúsi, hundurinn þeirra, flatmagar í sólinni heima á hlaði, en þegar hann kemur auga á telpurnar, þýtur hann upp og stekkur á eftir þeim. Hann fer alltaf með þeim eld- snemma á morgnana að reka kýrnar út í mýrina við árósana — og eins að sækja þær á kvöldin. Fjöldi fugla verpir í mólendinu og mosagróinni hraun- tungunni, sem teygir sig inn eftir dalnum. Systurnar þekkja hljóð spóans, sólskríkjunnar, lóunnar og margra annarra fugla. „Lóan er hrædd um eggin sín,“ segir litla systir, þegat hún heyrir blíðsárt lóukvakið. „Lóan er löngu búin að. koma ungunum sínum á Ieg9> og þeir löngu fleygir," svarar stóra systir, sem allt veit. „Það er svo sorglegt kvak lóunnar, hún saknar svo barn- anna sinna,“ segir litla systir og fer að kjökra. En stóra systir ansar ekki, hún er að hugsa um berin, sem spretta þarna allt um kring. „Það verður gott berjasumar, og við verðum að vera dug' legar að tína,“ segir hún. Sú litla er nú farin að huga að berjunum og gleymn' lóunni. „Berin eru þó ekki fullsprottin enn,“ segir stóra systir. Sú litla kjagar yfir móana — hún er enn svo ung. Loksins koma þær auga á kýrnar niðri í mýrinni í kaf- gresinu við árósana. Stóra systir herðir ganginn, og sú li{'a kemur másandi á eftir. Straumharða áin, sem rennur 1 gegnum dalinn, kvíslast við árósana í fjölmargar ársprænur, sem teygja makindalega úr sér á meðal blómlegra lækjar- sóleyja, uns þær falla í faðm sólglitrandi hafsins. Þegar kýrnar sjá telpurnar koma, þá mjaka þær sér í átt heim á leið þungfærar af nytinni. Systurnar halda í humád á eftir þeim og spjalla saman. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.