Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1979, Side 13

Æskan - 01.11.1979, Side 13
málverkið flutt þangað ásamt öðrum málverkum Leon- ardos. Safnið hefur um áraraðir fengið fjölda ástarbréfa, sem ritað er á til Mónu Lísu, c/o Louvre, París. 21. ágúst 1911 varð töfrabros hennar til þess, að ítalskur verkamaður, Vincenzo Perrugia rændi myndinni af hinni fögru aðalskonu frá Flórenz. í tvö ár leituðu menn árangurs- laust að Mónu Lísu um alla Evrópu og Bandaríkin, en hún kom í Ijós í heimaborg sinni, Flórenz. Ást Vincenzo Perrugias á Mónu Lísu hafði fjarað út og hann reyndi að selja listaverkasala hana. Kaupmaðurinn þekkti strax málverkið og sá um, að það væri sent aftur til Louvre. Eftir það hefur listaverksins verið stranglega gætt, en það er ekki tryggt, þó að það sé verðmætasta listaverk heims, fremur en önnur listaverk í Louvre. Þau verða nefnilega ekki metin til fjár. Rúmlega 400 þúsund listaverk eru í safninu, en aðeins brot hinna bestu og áhugaverðustu sjást í sölunum 225. Þar getur að líta fullkomnasta safn listaverka um 8 þús- und ár, sem finnst í heiminum. Hér er hægt að sjá lista- verk allra fornra menningarríkja, frá gömlum menn- ingarveldum í Persíu, Babýlon og við Eufrat-fljót til Egypta hinna fornu, Grikkja, Etrúska, Rómverja og lista- verk miðalda, nýreisnartímans og nútímalistar. Það er ekki hægt að skoða nema smábrot við fyrstu heimsókn. Ætli menn að skoða alla salina 225 er það um 8 kílómetra ganga. Vandleg könnun á einum sal er ævi- starf eins manns. Þess vegna hefur Louvre verið skipt í sex sjálfstæðar deildir — til að sýna þessi ometanlegu listaverk og gera mönnum auðveldara að virða þau fyrir sér. í deildinni grískir og rómverskir fornmunir eru rúm- lega 20 þúsund fornmunir úr marmara, bronsi, leir og mósaík. Þarna eru stórkostlegar höggmyndir eins og Venus frá Milo og gyðjan Nike, sem nefnd hefur verið sigurgyðjan frá Samoþrake. Þarna eru myntir, fornir skrautgripir, brjóstmyndir af rómverskum öldunga- deildarmönnum, grafkistur, fagrir vasar og styttur af grískum íþróttamönnum. Þessi deild ein nær yfir 37 sali og nægði til að gera Louvre eitt frægasta safn heimsins! í deildinni egypskir fornmunir er sennilega eitthvert í forsalnum sjáum við strax, hve stærðin er gífurleg. stærsta safn af egypskum smyrlingum, forkostulegurr styttum og egypskum listaverkum, sem nokkurs staðai getur að finna. Flest kemur frá frönsku fornleifafræðing- unum, sem fylgdu í fótspor Napóleons, þegar hann fór með stríðsheri sína í herferð til Egyptalands. Hér sésl Andrea Oddsteinsdóttir skrifar: „Auðsætt er að Æskan hefur aldrei fallið í þá freistni að elta smekk fjöldans, ástunda æsifréttir né vera tíðarandans þræll. Hún hefur hins vegar leitast við aö kenna okkur fagra siði og góða, innræta okkur göfuglyndi og mannkærleika á ískyggilegum tímum, þegar ill öfl reyna að ná yfirhöndinni í sálu okkar. Og er það ekki þarft verk og gott að reyna að bæta mannsbarnið í stað þess að spilla því? — Þótt náunganum nú á tímum sé iðulega sýnd lítil elska og tillitssemi, þá vona ég af heilum huga, að Æskunni megi verða vel ágengt í menningarlegum og kærleiksríkum áróðri sínum og verði sem endranær öldnum og ungum til góðs og gamans." 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.