Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Síða 46

Æskan - 01.11.1979, Síða 46
Leikrit ÆSKUNNAR m FYRSTI ÞÁTTUR (Lísa leikur sér á gólfinu. Amma situr og les. Svo tekur hún af sér gleraugun og leggur þau á borðið.) LlSA: Má ég prófa gleraugun, amma? AMMA: Gleraugun eru ekkert leikfang, Lísa litla. Ég ersvo ósköp hrædd um þau. Ég á enga peninga til að kaupa ný gleraugu fyrir, ef þessi skyldu brotna. LlSA: Ekki brotna þau, þótt maður beri þau á sig! AMMA: Snertu þau aldrei, barnið gott. Þú veist, að það eru margar mílur til borgarinnar, og héðan eiga svo fáir erindi þangað. Nú skal ég lesa fal- legt kvöldvers fyrir þig. (Setur á sig gleraugun og les: ,,Nú legg ég augun aftur." Stendur upp, leggur gleraugun á borðió.) Nú ætla ég fram að setja upp grautinn. (Fer.) LlSA (stendur upp, horfir á gleraugun): Hvað ætli þaó geri til, þótt ég rétt prófi þau?(Horfir kringum sig, tekur svo gleraugun og setur á sig.) Hvernig skyldi ég nú líta út? Kannski alveg eins og gamli prófasturinn! Það er víst enginn spegill hér. En hvað mér finnst ég verða skrítin í höfðinu. Nei — nú er víst amma að koma aftur. (Gengur hálfilla að ná af sér gleraugunum.) O-ho — hvernig á ég að ná þeim af mér? — Jæja — þarna! (Missir um leið gleraugun á gólfið og þau brotna. Um leið kemur amma inn.) AMMA: Hvað var þetta? Misstir þú eitt- hvað? LÍSA (hljóðar upp): 0, amma, amma! Gleraugun! AMMA: Guð hjálpi þér, barn! Gastu ekki látið þau í friði? (Sest við borðið og grætur.) Ljós augna minna er horfið. Nú get ég ekki framar lesið Guðs heilaga orð. Ekki get ég framar lesið blessaða sálmana, sem voru gleði mín og traust. LiSA: Amma, amma! Hvað getum við gert? AMMA: Þaö er ekkert hægt við þessu að gera nú. Barn, barn! Að þú skyldir gera mér þessa sorg. LÍSA: Hvers vegna var ég svona heimsk? Þetta verður aldrei gott aftur. Amma, amma! Fyrirgefðu mér! AMMA: Víst fyrirgef ég þér, barnið mitt. LÍSA: Ný gleraugu fáum við nú samt ekki. Hvernig gat ég verið svona heimsk, amma? (Hleypur út.) AMMA (tínir saman brotin og leggur allt á borðið.) Ja — ég veró að fara og lita eftir grautnum. BÓNDAKONAN (kemur inn. Horfir í kringum sig. Gengur að borðinu, skoðar brotin gleraugun): Hvað hefur nú komið fyrir? Veslings amma gamla! Hvernig getur hún eignast ný gleraugu? Svona langt til borgarinnar, og gleraugun rándýr! LÍSA (kemur inn, grátandi): Hvað eigum við að gera? Aumingja amma! BÓNDAK.: Oh — ert það þú, Lísa litla! LÍSA: Sjáðu, hvað ég gerði! Hvað getum við tekið til bragðs? BÓNDAK.: Æi, hvaða óhamingja! Aum- ingja gamla konan. Nú getur hún ekki lesið lengur í blessaðri sálma- bókinni sinni! LlSA: Og ekki í stóru biblíunni heldur! Og bráðum eru jólin komin. Hún las alltaf svo marga jólasálma fyrir okkur. Og allt var svo hljótt, þegar Ijósin loguðu á helgu jólakvöldi. Nú fáum við ekki að heyra neina jóla- sálma! BÓNDAK.: Vertu nú róleg, Lísa litla. Þið skuluð víst fá að heyra þá. Bara að þú veróir nú dugleg. LiSA: Ég er bara dugleg að skemma fyrir ömmu. BÓNDAK.: Ég skal kenna þér að lesa. Og svo verður þú að vera nýju gleraug- un hennar ömmu þinnar. LlSA: Á ég að verða gleraugun hennar? BÓNDAK.: Við skulum byrja strax. Sjáðu, hérna er nú bók (opnar, bendir). Þetta köllum við bókstaf, þessi heitir A. fOOOQ0000000000000000000000000000000000000000 0 Q^t'OOOOOOOOQOOOOOOOOOODOCOOOOO OOOöOOOCOOOOOOO °o f/ooj uo °0 o GLERAUGUN HENNAR ÖMMU LEIKSVIÐ: Lítil stofa LEIKENDUR: Amma, Lísa og bóndakona á næsta bæ °0°o „ o o'f 9- 0o O ^ooovo0 ÖOOOooo?°0° 00 0 oooooooooooooooooooooooooooooo'Jloooooooooooooooooooooooooooooooo o 0OSS000OOOO 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.