Valsblaðið - 01.05.1986, Page 18

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 18
Guðjón Jónsson ásamt Sigríði Sigurðardóttur og dætrunum Hafdísi og Díönu. Á myndina vantar elstu landsliðsdótturina Guðríði Guðjóns. sjálfsagt haft einhver áhrif á þær. Það skipti nákvæmlega engu máli fyrir mig í hvort félagið þær fóru á sínum tfma. Ég hef afskaplega gaman af því að fylgjast með þeim og fer reglulega og horfi á þær þegar þær spila. Einhvern veginn togar handboltinn alltaf í mann og ég hef í rauninni aldrei skilið almennilega við hann þó ég hafi formlega hætt að æfa. Flest árin hef ég eitthvað verið að sprikla í handbolta og hin síðari ár höfum við stelpurnar úr Val komið saman á nokkurs konar „Old girls” æfingar í Valsheimilinu. Þar leikum við okkur í handbolta einu sinni í viku og aðaltilgangurinn er bara að hittast og halda saman. Handboltinn hefur alltaf verið það stór partur í lífi mínu að ég get ekki hugsað mér að vera á hans en núna lifi ég á endurminningunum og nýt þess að fylgjast með stelpunum og fæ þannig útrás fyrir bakteriuna.” 18 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.