Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 20

Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 20
KNATTSPYRNANIVAL FRÁ OG MEÐ 1982 Magni Blöndal Pétursson í baráttu við Michael Laudrup í leik Vals og Juventus á Laugardalsvellinum. SumariS 1982 í 1. deild verður lengi í minnum okkar Valsmanna. Albert Guð- mundsson hóf að leika með Val að nýju eftir tveggja ára atvinnumennsku í Banda- ríkjunum og voru menn bjartsýnir á sumarið. Albert náði þó ekki að leika nema tvo leiki með Val er félagið var kært fyrir það að nota ólöglegan leikmann. Ekki verður fjallað um réttmæti þess dóms að dæma Albert ólöglegan en sjaldan hefur Valsliðið lent í eins mikilli fallhættu í 1. deild eftir að hafa misst þessi fjögur stig. Liðið var sent niður í neðsta sæti 1. deildar þegar 12 umferðir voru liðnar af mótinu og höfðu drengir séra Friðriks því 4 leiki til að bjarga sér frá falli. Eins og öllum er kunnugt er Valur eina lið 1. deildar sem aldrei hefur leikið í 2. deild og því var til mikils að vinna. Valsliðið sýndi mikinn karakter það sem eftir var mótsins, hafnaði í5. sæti ídeildinni aðeins 6 stigum á eftir meisturum Víkinga. Vart þarf að spyrja að því að liðið hefði blandað sér í toppbaráttuna ef stigin fjögur hefðu ekki glatast. Góður mann- skapur var í Val sumarið 1982 en þrátt fyrir það var spilamennskan ekki eins og til var vænst. Þjálfari liðsins var Þjóðverjinn 20 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.