Valsblaðið - 01.05.1986, Page 22

Valsblaðið - 01.05.1986, Page 22
Sigurjón Krístjánsson lék með Val síðastliðið sumar og varð næst markahæstur í 1. deild með 10 mörk. Hér er hans vandlega gætt af Jósteini Einarssyni KR. sigraði Valur ÍA 4:2 á Hliðarenda í leik þar sem tvö af bestu liðum landsins öttu kappi. Valur hafði mikla yfirburði í þessum leik, en forskot Skagamanna var of mikið og hömpuðu þeir titlinum í lokin. En silfrið var okkar og því væntanleg þátt- taka í Evrópukeppninni að ári. Bikardraugurinn var viðloðandi Val enn um sinn og var liðið slegið úr keppn- inni af KA í 16 liða úrslitum eftir víta- spyrnukeppni. Valur hafnaði í 3. sæti í 1. deild kvenna en stúlkurnar bættu um betur í bikarkeppninni og báru þar sigur úr býtum. Uppskeran í yngri flokkunum var rýr því eini titillinn var bikarmeistara- titill 2. flokks. 5 ára bið á enda — Valur Islandsmeistari Engum kom á óvart að Ian Ross var endurráðinn þjálfari Vals fyrir sumarið 1985. Sem endranær fór liðið rólega af stað - vitaskuld allt of rólega og önnur lið náðu afgerandi forystu. Slæmt gengi í byrjun móts er Valsmönnum ekki ókunn- ugt en nú er mál að linni. Að loknum 7 umferðum Islandsmótsins var Fram með 10 stiga forskot á Val og var það mál manna að aðeins væri um formsatriði að ræða fyrir Fram að klára Islandsmótið. En Valur setti í sinn gamla góða 5. gír um mitt mót og tapaði reyndar ekki leik eftir 15. júní. Liðið var komið á sigurbraut og saxaði í rólegheitum á forskot Framara og að loknum 17 umferðum hafði Valur unnið upp 10 stiga forskot Fram og þá var ekki aftur snúið. Góður sigur í Keflavík og sigur gegn KR að Hlíðarenda í síðasta leik tryggði Val Islandsmeistaratitilinn að lok- inni 5 ára bið. Framarar sátu eftir með sárt ennið en Val hafði tekist það sem enginn hafði trú á um mitt mót nema leikmenn og þjálfari Vals. Liðið tapaði aðeins tveimur leikjum og fékk aðeins á sig 12 mörk. Stórglæsilegur árangur og rós í hnappagat Ian Ross. Undur og stórmerki gerðust í Bikar- keppninni Valur komst í 8 liða úrslit. Reyndar blés ekki byrlega gegn Þrótti í 16 liða úrslitum því Þróttarar komust í 2:0 og jafnaði Valur á lokamínútu leiksins. I fram- lengingunni tryggði Jón Grétar Jónsson Val sigur með tveimur mörkum. 11. deild kvenna hafnaði Valur í 3. sæti en stúlkurnar tryggðu sér bikarmeistara- titilinn annað árið í röð. Fjórði flokkur félagsins varð íslandsmeistari og hafði liðið mikla yfirburði yfir jafnaldra sína enda framtiðarflokkur Vals á ferð. Þriðji flokkur varð í 3. sæti en 1. flokkur Vals sem löngum hefur verið sterkur sigraði KR í úrslitaleik bikarkeppninnar. Um þátttöku Vals í Evrópukeppni fé- lagsliða þarf vart að fjölyrða því Valur vann einn fræknasta sigur íslensks félags- liðs á heimavelli. Lagði liðið franska stór liðið Nantes að velli með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Guðmundur Þor- björnsson bæði mörk Vals. Utileikurinn var öllu erfiðari en hann tapaðist 0:3. Valur lék velí Evrópukeppninni og vakti árangur áhugamannanna mikla athygli. Mikil ánægja var með störf lan Ross innan félagsins enda árangur hans með ein- dæmum góður. Þjálfunaraðferðir hans eru sérstakar og var hann endurráðinn einróma og þriðja árið hans með Val framundan. Guðmundur Hreiðarsson markvörður fékk loks tækifærí og stóð sig eins og sá sem valdið hefur. Vonir em bundnar við hann varðandi komandi sumar. 22 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.