Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 24

Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 24
HVERER VALSMAÐURINN? Hörður Hilmarsson ræðir uið Snorra Jónsson knattspymusnilling íVal Hann hefur ekki verið ýkja áberandi í félagsstörfum Vals á undanförnum árum, en alltaf hefur hann fylgst mjög vel með félaginu sínu, verið í fulltrúaráði I áratugi, og nú mætir hann reglulega niður á Hlíð- arenda með 8 ára sonarson, Tryggva, sem ætlar að freista þess að verða eins leikinn og góður knattspyrnumaður og afinn. Það verður ekki auðvelt, því afinn, Snorri Jónsson læknir, er einn af skemmtilegri knattspyrnumönnum sem í Valspeysunni hafa leikið. Snorri gekk í Val 11 eða 12 ára, annað kom ekki til greina, því hann ólst upp á Hverfisgötunni, í miklu Valshverfi. Hann bjó næst við Grimar Jónsson, sem var aðalsprautan í félagsstarfinu, þjálfari allra yngri flokka, og margir kunnir Valskappar voru í næsta nágrenni: Egill Kristbjörns- son, Anton Erlendsson, Sigurður Olafs- son o.fl. Snorri lék ekki mikið með yngri flokkunum, því hann var í sveit á sumrin og síðar I margs konar vinnu, svo sem vegavinnu úti á landi. Eigi að síður komst Snorri í meistaraflokk 17 ára gamall, og lék með 2. flokki og meistaraflokki þegaf hann var í bænum. Að sögn Snorra er fyrsti meistaraflokksleikurinn ekki minnis- stæður. ,,Hann var í Walterskeppninni, sem var haustmót þessara ára, en þetta var 1938. Ég man betur eftir ensku áhugamönnunum, Islington Corinthias, sem heimsóttu okkur sama ár, að miS minnir.” Við Snorri spjöllum saman eitt síðdeg* um miðjan nóvember, á 5. hæð Domus Medica, þar sem Snorri stundar starf sitt af sömu ljúfmennskunni og einkenndi hann á knattspyrnuvellinum. Sannur herra- maður á leikvelli segja mér menn sem 24 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.