Valsblaðið - 01.05.1986, Side 26

Valsblaðið - 01.05.1986, Side 26
Snorrí Jónsson 19 ára Þegar líður að lokum spjalls okkar Snorra, komum við inn á þjálfun yngri flokkanna. Snorri minnist á nauðsyn þess að hafa hæfa leiðbeinendur. ,,Unga fólkið þarf að kynnast knattleikni eins og hún gerist best, og því þurfa þjálfarar sem eru kannski ekki mjög tekniskir sjálfir, að fá leiknustu menn félagsins, núverandi sem fyrrverandi meistaraflokksmenn til að- stoðar öðru hvoru, til að sýna áhugasömu ungviðinu hvernig á að taka á móti bolta og hvað hægt er að gera með knött.” Það er uið hæfi að gefa Snorra tækifæri til að suara hinni mjög suo hefðbundnu spumingu: Eitthuað að lokum? ,,Ja, ég nefndi áðan hluta þeirra prýð- ismanna sem ég kynntist í gegnum knatt- spyrnuna hjá Val, en hefði getað minnst á fjölmarga aðra góða drengi. Svo voru það áhugamennirnir sem voru í kringum okkur, án þess að leika sjálfir. Þeir voru margir og hver öðrum traustari Að lokum langar mig til að láta í ljós þá von, að við Valsmenn getum byggt svæðið okkar upp svo það verði verulega gott. Unga fólkið leitar frekar til þeirra félaga sem bjóða upp á góða aðstöðu, hin dragast aftur úr. Það er forgangsmál númer eitt í dag hjá Val, að koma upp aðstöðu í líkingu við það sem best gerist hér á landi. Og þá verður að fylgja snyrti- mennska, þannig að svæðið sé aðlaðandi og hægt að tala um Valsheimili.” Svo mörg voru þau orð Snorra Jóns- sonar, læknis, innherja og Valsmanns. Það hafa ekki margir ritað nafn sitt feitara letri í knattspyrnusögu Vals! háhá. 26 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.