Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 32

Valsblaðið - 01.05.1986, Síða 32
Eins og flestum er kunnugt starfar á vegum Vals stór og stæðilegur körfuknatt- leiksþjálfari og sér hann um þjálfun fjög- urra flokka. Jon West er ljóshærður, myndarlegur maður, vel liðinn og jafn- framt eitilharður þjálfari. Hann segist reyndar vera alsænskur því báðir afar hans og ömmur em sænsk. En Jon er fæddur í Dubuque í Bandaríkjunum á því herrans ári 1951. Jon West er kvæntur maður, sú heppna heitir Jean og er á sömu nótum og eiginmaðurinn. Hún er þjálfari 1. deildarliðs ÍS í körfubolta og leikur jafnframt með liðinu. Jon hóf körfuboltaæfingar 9 ára að aldri og síðan hefur íþróttin átt hug hans allan. Hann ólst upp í heimabæ sínum, gekk þar í skóla og lék körfubolta með skólanum þar til hann útskrifaðist úr „college” sem samsvarar menntaskóla hér á íslandi. Reyndar lék Jon með nokkrum góðum háskólaliðum áður en hann snéri sér að þjálfun. Hann sagði að aðeins nokkrir útvaldir leikmenn sem sköruðu virkilega fram úr með háskóla- liðunum væru síðan valdir af liðum í NBA deildinni. Utan NBA deildarinnar er ekki um aðrar deildir að ræða heldur eingöngu keppni á milli háskólaliða. Jon snéri sér fljótlega að þjálfun eins og áður sagði og byrjaði ferilinn á strákum á aldrinum 16- 18 ára. Þessa ,,high scool” stráka þjálfaði Jon í 2 ár en síðan tók hann að sér menntaskólalið. En ætli Jon West hafi verið góður leikmaður? / u;as not a great player ,,Eg var ekki frábær leikmaður, en ég held ég hafi skilið leikinn nokkurn veginn rétt og þeirrar þekkingar og reynslu nýt ég góðs af í dag sem þjálfari”, segir Jon West. Aður en Jon West kom til Islands var hann aðstoðarþjálfari háskólaliðs í Bandaríkjunum og þetta tiltekna lið lék gegn íslenska landsliðinu í körfubolta sem fór í keppnisferð vestur um haf. Torfi Magnússon, leikmaður Vals, var með í ferðinni og kynntust þeir Jon þá. Skömmu síðar þegar Valur leitaði eftir þjálfara fyrir meistaraflokk frlagsins hafði Torfi samband við aðalþjálfara þessa há- skólaliðs sem mælti með Jon West. I fram- haldi af því fékk hann allar helstu upplýs- 32 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.