Valsblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 40

Valsblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 40
þetta væri bara valiS meira og minna eftir einhverjum happa og glappa aðferSum. Þannig fengum við menn sem við gátum treyst nokkurn veginn og voru tilbúnir til að reyna að kenna eitthvað hérna, þetta skilaði sér því nokkuð vel.” ,,Huaða áhrif heldurðu að þetta hafi haft á almenning?” „Ja, ég get svo sem nefnt það að hér áður fyrr voru varla neinir áhorfendur á leikjunum í Islandsmótinu. Mætt var á einn leik og það var úrslitaleikurinn. Síðan batnar þetta og nær hámarki á úrslitaleik hjá Val og KR í höllinni, en þá komu um 3000 manns í höllina. Það segir okkur nú að tilkoma útlendinganna hafi verið körfuboltanum talsverð lyftistöng og hafi gert það að verkum að farið var að taka meira mark á þessari íþróttagrein. Það sem kannski var verra með tilkomu þessara manna var að þegar þeir fóru voru engir þjálfarar eftir og á meðan ekki var borgað fyrir þjálfun voru menn ekkert að Ieggja sig í það. Þannig dó þjálfara- stéttin eiginlega út.” ,,Huer fannst þér hafa uerið bestur eða komið best út af þessum erlendu leik- mönnum?” „Ja, það er auðvitað augljóst mál að Tim Dwyer skilaði mestu í leikjum af þessum mönnum, en hvort að hann hafi verið bestur veit ég ekki. Hann reif menn frekar áfram á „karakternum” heldur en hinu, en það voru margir fleiri skemmti- legir leikmenn hérna, eins og t.d. Danny Shoues. Maður sem skoraði yfir 100 stig í einum leik, svo gerði hann Njarðvíkinga að meisturum eitt árið.” ,,En huemigþóttiþérBradMiley?” „Það var alltaf svolítið þægilegt að spila með honum - maður skaut bara og hann hirti frákastið. Það var aldrei neitt vanda- mál með það.” ,,Huemig heldur þú að standi á þuí að áhugi meðal almennings hefur minnkað eins og raun ber uitni? Kom fólkið bara til að horfa á kanana eða heldurðu að fjöl- miðlareigi einhuerja sök á þessu?” „Eg veit það ekki. Við eigum marga mjög góða leikmenn sem er alveg jafn gaman að horfa á eins og þessa Amerí- kana. Annars leikur enginn vafi á því að blöðin skrifa mun minna um körfuboitann en þau gerðu. En þeir segjast bara vera að skrifa um það sem fólkið vill lesa.” ,,A/ huerju ætti fólk ekki að uilja lesa eins mikið um körfuna núna eins ogþá?” „Já, það var einhvern veginn gert mikið meira í kringum þetta heldur en nú er gert. Svo voru alls kyns hlutir í kringum þetta sem voru blásnir upp í blöðunum og dró þetta athyglina að körfuboltanum. Þá voru líka menn við stjórnvölinn sem voru innundir hjá blöðunum og komst þetta vel til skila sem var að gerast. Segja má að þessir menn hafi verið mjög duglegir að selja körfuboltann. Síðan 1980, að ég held, hefur verið skipt um formann KKÍ eins og nærbuxur þar til nú að sami maðurinnn hefur setið á annað ár. Því má kannski segja að það vanti vissan stöðug- leika í starfið þegar stanslaust er verið að skipta um formann. En mér sýnist nú allt stefna í að þetta verði allt svolítið stöðugra núna og það ætti að vera hægt að rífa þetta eitthvað upp. Sumir hafa viljað kenna um þessu nýja kerfi í Islandsmótinu en málið er bara það að áhorfendum var farið að fækka áður en þetta kerfi komst á, allstaðar nema í Njarðvík. Þar var alltaf fullt. Hinsvegar er nú svo komið að það er meira að segja farið að fækka þar. Nú, þegar Reykjavíkurmótið fór af stað var ekki skrifað neitt um það og ég varð eigin- lega hissa þegar ég heyrði talað um mótið í útvarpinu um daginn. Hér er kannski ekki hægt að kenna blöðunum um því að þau gera yfirleitt eitthvað séu þau látin vita. Þau eru því kannski ekki mötuð nógu vel af upplýsingum. Einnig þarf að halda blaðamannafundi í upphafi móta.” ,,Huer hefur uerið erfiðasti andstæð- ingur þinn í gegnum tíðina, hefur enginn leikmaður sifellt uerið að berja á þér eða puttabrjóta þig i huerjum leik?” „ Það held ég ekki. Það hefur alltaf verið ríkjandi góður andi á milli liðanna að svoleiðis þekkist varla. Annars átti ég hér áður fyrr mjög erfitt með að hemja Einar Bollason þegar ég átti að passa hann í vörninni. Nú í seinni tíð hefur það aðallega verið Valur Ingimundar, sem er besti körfuboltamaður á íslandi að mínu mati.” ,,Huenær spilaðir þú fyrsta lands- leikinn?” „Það var á Norðurlandamóti í Finn- landi í janúar 1974 og kom ég þá inn á í hálfa mínútu”, sagði Torfi og hló við. Á þessum tíma var Torfi líka ungur og efnilegur en nú hefur hann leikið 120 landsleiki og hefur lengi verið traustur hlekkur í landsliðinu. ,,Heldurðu að uið getum náð eins langt með körfuboltalandsliðið eins og okkur hefurtekist með handboltann?” „Nei, það held ég að sé alveg útilokað. Það skiptir svo miklu máli að hafa sem mest úrval af leikmönnum í körfunni ef ná á einhverjum verulegum árangri. Því nauðsynlegt er að hafa yfir mikilli tækni- legri getu að ráða. Þó að við hefðum bara körfubolta á Islandi og fengjum alla okkar 40 VALSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.