Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 43
Lékum með hjartanu
Það var eins og við manninn mælt —
bang, bang, bang — staðan orðin 3-0. Já,
við vorum komnir í ítalska boltann þar
sem taktíkin er að bakka verulega, leyfa
andstæðingunum að sækja og setja svo á
fullt þegar þeir missa boltann. Þetta tókst
fullkomlega hjá Juventus því flest þeirra
mörk komu eftir að við glötuðum bolt-
anum á þeirra vallarhelmingi og þá komu
þeir á 130 km hraða og skoruðu. Leik-
urinn endaði eins og allir vita með sjö
marka tapi Valsmanna en engu að síður
var það mál manna að Valur hafi leikið
sinn besta leik á tímabilinu. Jú, við
fengum tíma — okkur var leyft að sækja
fram að þeirra vallarhelmingi, boltinn
gekk vel og allir höfðu gaman af því sem
þeir voru að gera. Ef við höfðum hugsað
um að liggja í vörn allan leikinn og kýla
fram hefði markamunurinn aldrei orðið
nema 3-4 mörk. En því að leika eins og
kálfar í leik sem er stærsta stundin á
ferlinum? Við tókum þá ákvörðun að
leika með hjartanu og hafa gaman af
hlutunum í stað þess að „sleppa” með tvö
þrjú mörk. Því fór sem fór og leikurinn
verður okkur Valsmönnum lengi í
minnum hafður — þrátt fyrir að einstaka
manni sem ekki sá leikinn finnist að við
hefðum átt að liggja í vörn. Satt best að
segja söknuðum við Guðna úr vörninni
en hann var í leikbanni og munaði um
minna.
Risið úrsætum og hrópað ,,VALUR"
Orð dómarans sem dæmdi leikinn
verða líka lengi í minnum höfð því hann
sagðist aldrei hafa dæmt leik þar sem
annað liðið — það lakara (Valur) hélt
áfram að spila frábæran fótbolta þrátt fyrir
að fá á sig öll þessi mörk. Hans reynsla var
sú að lið sem fær á sig svona mörg mörk
gerist gróft og reyni að sparka í andstæð-
ingana. Það kom okkur því ekki á óvart í
leikslok þegar áhorfendur risu úr sætum
sínum og hrópuðu „VALUR” og klöpp-
uðu okkur lof í lófa fyrir góðan leik. Þegar
iitið er til baka — yfir þau marktækifæri
sem við fengum í leiknum hefði marka-
talan 5-2 ekki verið ósanngjörn. En svona
er fótboltinn, það eru ekki alltaf jólin.
Að leik loknum skiptust á skyrtum og
fleiri minjagripum og verða þeir líkast til
vandlega geymdir í skápnum við hliðina á
hinum skyrtunum og moldinni undan
skóm Platini!!!
ltalíuferðin var ánægjuleg í alla staði,
móttökurnar frábærar og litið á Val sem
litla bróður Juventus. Hvort sá litli nær
þeim stóra einhverntíma í þroska skal
eru peningar þar ekkert vandamál. Á æf-
ingum leikmanna safnast jafnan fjöldi að-
dáenda sem vilja líta stjörnurnar augum
og fá eiginhandaráritanir. Satt best að
segja fengum við Valsmenn að kynnast
frægðinni eilítið og fengum við töluverða
athygli. Safnarar vildu eiginhandaráritanir
og ungar stúlkur vildu láta mynda sig með
íslensku glókollunum — Himmi Sighvats
beið í rútunnu á meðan!!!
Þrátt fyrir að framundan var leikur á
útivelli gegn besta félagsliði heims að
viðstöddum rúmlega 20 þúsund áhorf-
endum var engan kvíða að sjá á leik-
mönnum Vals. Alla hlakkaði til að leika
gegn stjörnunum og voru menn að takast
á við mest spennandi verkefni á ferlinum.
Þegar leikurinn hófst var búið að rigna
smávegis og var skemmtilegra að spila
fyrir bragðið. Eftir tæplega 20 mín. leik var
staðan enn jöfn og hugsaði ég með mér
hvort þessir karlar væru virkilega ekki
betri en þetta.
miftc
því með sama mannskap og þjálfara getur
leiðin ekki legið nema á einn veg —upp á
við.
Skotheld fararstjóm
Að lokinni uppskeruhátíð knattspyrnu-
manna í 1. deild sem haldin var í Broad-
way, fengum við nokkurra tíma svefn en
síðan var haldið til Italíu á vit ævintýranna.
Ferðin var að öllu leyti frábærlega skipu-
lögð og á fararstjórnin heiður skilinn fyrir
góðan undirbúning. í fararstjórninni voru
þeir Eggert Magnússon formaður, Grímur
Sæmundsen, Svanbjörn Thoroddsen og
Helgi Magnússon.
í Torino fengum við fljótt smjörþefinn
af stórveldinu Juventus og gerðum við
okkur þá grein fyrir hversu gífurlegur
munur er á atvinnumennsku og áhuga-
mennsku. Ekki aðeins eru atvinnumenn-
irnir betri knattspyrnumenn heldur er lið
sem Juventus rekið sem stórt fyrirtæki og
VALSBLAÐIÐ 43