Valsblaðið - 01.05.1986, Side 44

Valsblaðið - 01.05.1986, Side 44
ósagt látið en við horfum að sjálfsögðu fram veginn. Haldið var í nokkurra daga frí til Nice í Frakklandi eftir leik og ég veit ekki betur en að menn hafi skemmt sér vel. Sumir villtust milli herbergja og sváfu ýmist milli félaganna eða hreinlega á gólfinu. Við nefnum engin nöfn í þessu sambandi en fyrsti stafurinn er Beggó!!! Markaleysi í kulda' og trekki kúri ég volandi! Nú, seinni leikurinn gegn Juventus fór fram í ískulda á Laugardalsvellinum 1. október. Okkur til mikillar mæðu féll fyrsti snjórinn á íslandi þennan kalda dag og dró það verulega úr aðsókn. Rúmlega 6000 manns iögðu leið sína til þess að sjá snillinga liðanna etja af kappi en líkast til hefði mátt tvöfalda þá tölu ef veðurguð- irnir hefðu ekki verið í fýlu. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa — held ég og sigraði Juventus með fjórum mörkum gegn engu okkar Valsmanna. Þetta var „one of these days” sem mönnum voru gjörsamlega mislagðir fætur uppi við mark andstæðinganna. Við fengum mý- grút af færum en ekki vildi boltinn í ítalska netið. Himmi Sighvats kiksaði f ágætis færi þegar markvörðurinn skrapp í kaffi. Sigurjón komst einn í gegn en löppin skaut of fljótt og sömuleiðis komst Ámi einn í gegn en skaut öfugu megin í netið. Leikmenn Juventus fengu álíka þokkaleg færi og við og þar sem þeir fá borgað fyrir að skora voru þeir ekkert að klúðra. Þeir nýttu færin en við ekki og það gerði gæfumuninn. Annars skiptist leikurinn í tvennt — með hálfleik að sjálfsögðu en það sem ég vildi sagt hafa er að Juventus sótti undan vindi í fyrri hálfleik en við að sama skapi í síðari hálfleik. — Sanngjarnt með smá hlutdrægni hefði leikurinn þess vegna getað endað 3-3. Víst hefði hann getað endað svo EF — EF — EF! EN vonandi fengu áhorfendur eitt- hvað fyrir sinn snúð — að minnsta kosti fékk heppinn áhorfandi bíl að leik lokn- um. Þrátt fyrir kaldar tær og frosin bros að leik loknum tókst okkur að þýða limina í heitri sturtu og voru menn ánægðir með leikinn — en ekki úrslitin eins og fyrri daginn. Leikmenn Juventus létu vel af heimsókninni til Islands og þótti margt til landsins koma. Stóri bróðir yfirgaf Island daginn eftir og trónir nú á toppi ítölsku deildarinnar. Litli bróðir sat eftir heima á litla landinu og horfir björtum augum til framtíðarinnar — og setur stefnuna að sjálfsögðu hátt næsta sumar. Það var hart barist í leik liðanna — Ingvar Guðmundsson í karate-stökki gegn einum röndóttum. Framlínumönnum Vals voru mislagðar fætur á Laugardalsvellinum og áttu ekki í erfið- leikum með að skjóta framhjá marki Juventus. Hilmar Sighvatsson og Michel Platini í léttum leik. 44 VALSBLAÐIÐ

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.