Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 47
1894- Bjuggu þessar fjölskyldur í sama húsinu og tóku
landið í félagi, 80 ekrur, sem þasr skiftu með sér til helm-
inga. Unnu þeir bændurnir hjá öðrum fyrstu árin.
Ræktuðu og bygðu á löndum sínum í hjáverkum. Páll
hefir nú laglegt bú og gott heimili. Hann er fyrsti mað-
ur á Point Roberts að leggja sig við berjarækt að nokk-
urum mun, sem verzlunarvöru og lukkaðist ræktunin vel.
Páll er skýr maður, yfirlætislaus og drengur hinn bezti-
Hanu er góður söngmaður og spiiar á orgel. hefir stýrt
söng tangabúa við guðsþjónustur cg þ h. Sjálflærður
mun hann í þeirri grein og sðeins hæfileikar og söng-
þrá komið honum áfram í þeirri list. EIz i sonur hans
er og góður söngmaður. Kona Páls er Oddný Arna-
dóttir Jónssonar og Guðlaugar Einarsdóttur, sem lengi
bjuggu á Norður-Fossi í Mýrdal. Oddný er fædd 4.
maí 18(57 og alin upp hjá foreldrum sínum þar til hún
var 14 vetra- Fór þá að Norður-Vík og þaðan með til-
vonandi manni sínum vestur um haf oghafa leiðirþeirra
legið s. man síðan þau hittust ungl.ngrr í Vik- Oddný
er góð kona og samhent manni sínum í öllu. Páll er
starfsmaður og búmaður góður, spillir eigi kor.a hans
kostum þeim né öðrum, Þau eru og sérlega hjálpsöm og
félagsmenn góðir bæði í safnaðarmálum og hverju öðru
er að þjéðþrifum lítur.—Börn þeirra hjóna eru Þorsteinn,
28 ára. glfiur Aðalbjörgu Teodóru S gurðardótlir Þórðar-
sonar, til heimilis í San Francisco: Árni, 25 ára, Helga
Sigríður, 21 árs; Pálína Þóra, 17 og Klemens, 15, öll i
foreldrahúsum,
Bent Sigurgeirsson tók sér land skamt frá þeim
mönnum, sem þegar hafa nefndir verið, en lét það eftir
Sigurbjörgu systir sinni og manni hennar, Gísla Good-
man. Sjálfur settiit Bent að vestur á tanganum. hafði
þar umráð yfir 20 ekrum og dvaldi þar 2 eða 3 ár. Það
land fékk síðar Jón Yukon-fari, en Bent fór aftur til Vic-
toria og suður til Seattle. Þar kvongaðist hann, en dó
litlu síðar ungur að aldri. Sjá um ætt hans í þætti systur
hans, konu Gísla Goodmans hér á eftir.