Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 65
53
GuSmundur Ingibjartur Freeman, 21, nú á háskóla í
Seattle, og Agnar Bragi, 17 ára, á háskóla í Belling-
ham.
Þorleifar Jönsson Þorleifssonar frá Mosfelli í
Húnavatnss. og GuSlaugar konu hans. er fæddur
1871. Hann ólst upp meS foreldrum sínum áMeyjar-
landi á Reykjaströnd þar til hann var 5 ára. Misti
föSur sinn ungur; kom til Ameríku meS móSur sinni
1882. Misti móSur sína í Winnipeg daginn eftir aS
þau komu þangaS, fór þá til NorSur Dakota til móS-
urbróSur síns, Gísla Eiríkssonar, er þá bjó nálægt
Mountain. Kona hans er Jakobína Jónsdóttir Gísla-
sonar og Sólveigar Jónsdóttur, ættuS úr Laxárdal
vestur. Bjuggu þau foreldrar hennar lengi í NeSri-
Hundadal í Dölum. Jakobína erfædd 1872. Þauhjón
komu til Poinc Roberts 1898, náSu í 160 ekrur, og
tóku þá þegar sem aSrir rétt á því og hafa búiS þar
síSan. Hafa þau komiS sér upp góSu heimili meS að-
stoS sona sinna, og búa þar góSu búi, Börn þeirra
eru: Gísli, 30 ára, til heimilis í Bellingham; Jón, 29;
Sigvaldi, 24; Baldur, 19; SigríSur, 28, gift Ellis John-
son, búa þau á Point Roberts; Sigrún, 21; María. 13,
og Evelyn Francis, 10 ára.
Jón Jónsson Bertel er fæddur 24. janúar 1856;
alinn upp á hlaupum, FaSir hans var Jón GuS-
mundsson en móSir Sólveig Hannesdóttir, sem eitt
sinn bjuggu á Seilu í SkagafirSi. Kona Jóns Bertels
er Pálína DavíSsdóttir Pálssonar, frá VöSlum í Ön-
undarfirói. Pálína er fædd 26. marz 1854. Þau hjón
komu til Ameríku 1887 og settust aS á heimilisréttar-
landi sínu nálægt Tantallon, Sask. Þar bjuggu þau í
22 ár og farnaSist vel, enda þótt þau kæmu þangaS
allslaus. Jón vann hjá bændum fyrstu árin, og fyrir
$15.00 á mánuSi fyrsta sumariS um há-annatímann,