Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 70
58
Haraldur er fósturson þeirra. Þrjú börn hafa þau
mist.
Kolbeinn Sœmundsson er fæddur í Reykjavík
á íslandi 1. apríl 1888. MeS fósturforeldrum sínum
kom hann aS heiman 1900 og dvaldi meS þeim nokk-
ur ár í Winnipeg og lærSi þar prentión. Til Point R.
kom hann meS fósturforeld-ium sinum, Jóhannesi og
Línborgu Sæmundsson, eins og hér aS framan er
getiS. Hann giftist Gróu, dóttur Helga Þorsteinsson-
ar, 1913. Keypti 34 ekrur af landi meS byggingum
í vesturhluta bygSarinnar og hefir búiS þar síðan,
Póstafgreiðsluna hefir hann haft um nokkur ár og
unniS viS verzlun, auk bús síns. Þau hjón eiga þrjú
born, Leonard. Jónas Eggert og Dagrún Dorothy.
Kolbeinn er prúSmenni hiS mesta, vellátinn umfram
fiesta unga menn. Foreldrar hans voru Pétur GuS"
mundsson og GuSrún Jónsdóttir, móSir hans úr MiS-
firSi, en faSir af SuSurlandi.
Þórbur Benjamín Þóróarson (Ben Tliordarson)
Jónssonar frá Skammadal, er fæddur á Hellum í Mýr-
dal 28. jan. 1892. Misti föSur sinn áSur en hann
fæddist, ólst upp meS móSur sinni þar til 1910 aS
hann fluttist vestur á Kyrrahafsströnd. 1915 kom
hann á tangann og veriS þar til heimilis síSan. Kona
hans er GuSrún, dóttir Helga Þorsteinssonar, sem áS-
ur er sagt frá, Þau eiga 30 ekrur af landi og búa
þar. Þrjú börn hafa þau eignast: Helgi, Dagbjört
Hilda og Margrét. Ben hefir eins og aSrir ungir menn
þar á tanganum unniS fyrir A. P. A. fiski- og niSur-
suSufél. Hann lærSi sjómannafræSi og er nú kaft-
einn á einum milliferSa bátum félagsins, er dugnaðar-
maSur og vel látinn; náfrændi þeirra Helga og ÞórS-
ar Þorsteínssoua.