Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 79
67
nokkrum mánuðum áður brosti við sól og sumri, en
nú er kaldur og freðinn þetta vægðarlausa vetrar-
kvöld. — Alt er lítið og fátæklegt, sem fyrir augun
ber. Einungis kirkjan og þinghúsið — aðeins þess-
ar tvær byggingar hefja veggi sína, liáa og breiða,
gegn óblíöu veðursins, án tillits til alls, sem á geng-
ur í kringum þær. Um ár og aldir, um sumar og
vetur, í friði og ófriði, hafa þær staðið þarna. Enn-
þá standa þær kyrrar. En — ekki mikið lengur, því
að í fyrramálið eiga þær að hrynja —
Karl Gústaf konungur stendur við einn af glugg-
um þingliússins og horfir út yfir bæinn. Hann er
lítill vexti, en gildur og mjög rauður í andliti. Hann
stendur þarna og horfir á þenna dinuna kirkjuturn,
sem brátt hverfur sjónum hans. Ilugsandi reykir
hann langa krítarpípu, og blæs öðruhvoru út úr sér
þykkum reykjarstrókum, sem liðast upp með rúð-
unum.
Hann lítur rannsakandi yfir bæinn. Hvers virði er
hann? Hefir hann lagt of þungan skatt á hann?
Er ekki þetta eitt af særstu og fegurstu þingliúsum
nyrðra? Jú, svo er bærinn ásamt allri landeigninni,
sem honum tilheyrir, áreiðanlega þess virðþ sem
hann hafði álitið í fyrstu.
Hann hristir öskuna úr pípunni og lætur í hana
aftur. Svo heldur hann áfram að reykja, og gengur
um gólf hugsi. Ekkert er til að ónáða hann þar
inni, nema dumbrauður eldurinn, sem snarkar á
arninum.
Svo gengur hann að glugganum, fær sér vænan
teyg úr pípunni, og fer aftur að virða fyrir sér
stormskýin, sem þjóta framhjá, og lilusta á hvin-
inn í vindinum úti fyrir, sem, eins og hann sjálfur,
virtist vera lmúður áfram með einhverju ósýnilegu
afli, með óskiljanlegv.m ákafa, — áfrarn — áfram —
Hann hafði nú virt nokkra bæi og þorp á lífsleið-
inni, fanst honum. Bærin e r verður upphæðar-
innar. Hann skal v e r ð a það. Borgi hann ekki
þenna tilnefnda eldskatt upp á eyri -----Já, þá —