Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 81
69
að athuga grafirnar undir kirkjugólfinu áður en
kveikt er í. Svo að síöustu fær ráðgjafinn skipun
um, að hafa kaleikinn með sér, þegar hann komi
aftur — —
Þegar konungurinn um kvöldið sat að di-ykkju
með hershöfðingjum sínum, og er vínið hafði losað
um tungubönd þeirra, fékk hann að heyra svar
prestsins: Hér í bænum er presturinn sjálfur van-
ur að ákveða, livenær guðsþjónustur skuli haldnar,
svo mun það og verða á morgun. — Hvað gröfun-
um viðvíkur, þá trúir hann því ekki, að Svíakon-
ungur sé líkræningi. Móðurbróðir lians heitinn,
Gustaf Adolf, var það að minsta kosti ekki. Kal-
eikinn átti að nota í kirkjujnni í fyrramálið, svo að
hátignin varð að liafa þolinmæði til að bíða þang-
að til.
Ráðgjafinn var rétt að því kominn að höggva
prestinn niður. En það var eitthvaö í málróm og
framkomu þessa manns yfirleitt, er hélt sverði hans
í sliðrum. Svo liafði prestur líka rétt fyrir sér í
raun og veru.
Hershöfðingjar hópast nú utan um ráðgjafann
og hæðast að honum fyrir ódugnaðinn, en konung-
ur bregzt vel við: Það lilýtur áö vera eitthvað var-
ið í þenna prest. Hann hlýtur að kunna meira en
Faðirvoriö sitt, þar sem sænskur ráðgjafi þorir ekki
að taka af honum silfurkönnuna hans. — Konung-
ur skal að sér heilum og lifandi sjá hann við tæki-
færi. —
í sama mund stendur séra Jesse, prestur þorps-
ins, í stofu sinni. Hjá honum stendur Josep gamli
sútari og Jörgen vagnsmiður, sem báðir voru með-
limir í bæjarráðinu. Þeir liöfðu nú komið af bæjar-
fundi, þar sem alt ltomst í uppnám, eftir að orð-
sending konungsins um afdrif bæjarins hafði verið
tilkynt.
Nú standa þessir tveir menn hjá séra Jesse og
bíða ráðlegginga hans. Hann er vitur maður og