Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 97
85
geta ekki lengur aðstoðað bændur með lánum.
5. Kúahjarðir vernda frjósemi jarðarinnar, þar
sem þær eru kafðar, og jafnvel bæta við liana.
Sömuleiðis veita þær kagkvæma útrás fyrir korn og
grófari fóðurtegundir, sem rækta má heima. Land,
sem fæðir góðar mjólkurkúahjarðir, batnar með
tímanum; en land, sem notað er til kornræktar
eða til þess að rækta á hey, sem er selt, verður fljótt.
hálfónýtt, nema það sé mjög vel ræktað og keyptur
á það aðfluttur áburður. Hver smálest af maís, sem
burt er seld og sem venjulega selst fyrir 20 dollara.
flytur með sér plöntufæðu úr jarðveginum, sem er
metin á 6 dollara og 50 cents. Hver smálest af
hveiti, sem selst á 35 dollara, tekur 17 dollara. Hver
smálest af smjörfitu, sem er hér um bil 1000 doll-
ara virði, tekur aðeins 49 centa virði af plötnufæðu.
Hjörðin gefur af sér mörgum sinnum þetta með
auknu frjómagni jarðarinnar. Það borgar sig að
senda uppskeruna á markaðinn, þegar búið er að
breyta henni í mjólk. Eftir þessu ættu menn að
muna, þegar þeir flytja að heiman hafra eða hey-
æki.
6. Efnuðustu og hepnustu kúabændur, sem
byggja álit sitt á margra ára reynslu, segja þetta:
“Mjólkurafurðirnar eru það eina, sem aldrei hefir
brugðist algerlega”. Þeir byggja þessa skoðun á
fáeinum, mjög einföldum sannindum. í fyrsta lagi
er hægara að laga kúarækt fljótt til eftir breyttum
ástæðum og breyttu verðlagi, en nokkurn annan bú-
skap. Ástæðan fyrir því er auðsæ. Kornuppsker-
an er send á markaðinn um eitt leyti árs og verðið
er sett niður í bili sökum of mikils framboðs af
einni tegund á markaðinum. Sölutíminn jafnast.
ekki yfir lengra tímabil. Að bíða með að selja þar
til verð hækkar aftur, er að láta peningana sitja
fasta í uppskerunni. Því er öðruvísi farið með kúa-
bóndann, hann selur sína “uppskeru” á hverjum
einasta degi, eða í mesta lagi á fárra daga fresti,
og hann fær borgun einu sinni eða tvisvar á mán-