Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 84
72
fram fer í þessum óhamingjusama bæ í nótt, og
hvers vænta má næsta dag.
— En það lán, að þessi Fændrik, ásamt fimm
hermönnum, sem lialda til á prestssetrinu, komu
strax um kvöldiö, keyrandi heim dauðadruknir, og
ultu strax út af í sVefnherberginu, þar sem þeir
iu jóta nú, eins og þeir ætli aldrei aö vakna aftur.
En allur sá fjöldi, sem ekki sefur!—Eins og
hnífseggjar ganga þessi niðþungu andvörp í gegn-
um sál hans, þessi niöurbældi grátur, — grátur, sem
enginn heyrir og enginn skiftir sér af, sem fær er
um að hjálpa. Grátur vegna valds, sem haft er í
frammi, og órétts, sem aldrei fæst hættur.---
Ó, hann veit hvernig það lítur út í nótt á svo
fjölmörgum af þessum ólánsömu heimilum. Hann
veit það svo vel, hvaö þær þjást, þessar tilneyddu
konur og stúlkur -— og þessir vesalings menn og
börnin, sem elikert geta gert annað en horft á þetta
þegjandi, þar sem þeir sitja þessa andvökunótt inn-
an um smáböggla þá, sem þeir ætla aö hafa með-
ferðis, er þeir yfirgefa lieimili sín, gefa þau logun-
um á vald.------Hann finnur þaö ósköp vel — Er
ekki konan hans á gangi, róleg og möglunar-
laust, þar í hliðarlierberginu, og tekur saman smá-
muni, sem hún vill koma undan? Sér hann liana
ekki þarna í gegnum vegginn. Föt barnanna, —
smáposi með grjónum í, — óbakað brauð, — og
brúðurnar litlu stúlknanna. —
Og h a n n s j á 1 f u r — fátækur guðs þjónn —
li a n n á að safna öllum þessum sorgmæddu sálum
saman í kirkjuna. Eftir nokkra klukkutíma á hann
að standa andliti til andlitis við þær, mitt í neyð
þeirra. H a n n á að tala þeim til hjálpar og lækn-
ingar. H a n n á að næra þessar hreldu mannverur
á guðs orði. Það er undir h o n u m komið, hvort
þær fá steina í stað brauðs. —
Hinn hái þreklegi maður kiknar undir þeirri
kröfu, sem lögð er á hann, sem hann hefir lagt á sig
sjálfur.----