Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 102
90
að sér þyki fyrir, aö hann geti ekki gefið þau saman þá í
hili, því liann þurfi aö framkvæma morgunguðsþjónustuna
nú þegar, en ef þau vilji vera svo góð að ganga i kirkju og
hlýða á messu, skuli hann að endaðri prédikun gefa þau
saman, og féllust þau á það. Að lokinni prédikun segir
prestur: "Þau meöal ykkar, sem óska þess að vera gefin
saman í heilagt hjónaband, geri svo vel og komi hingað
upp.” Samstundis lagði unga brúðurin af stað inn kirkju-
gólfið, og átján yngissveinar á eftir henni.
M'aður hét Smith, ferðaðist um og flutti fyrirlestra. Þar
sem hann var ókunnugur, komst hann eftir því, hver væri
bezt kunnur borgari á þessum og þessum stað, og kom þá oft
að í inngangsorðum sínum ýmsum hnyttilegum athugasemd-
um í því sambandi. Gerði hann þetta til að mýkja tilheyr-
endur sínar undir fyrirlesturinn. Eitt sinn flutti Smith fyir.
lestur sinn í smábæ einum, þar sem einn elzti og helzti borg.
arinn hét dr. Brown. I inngangsorðum sínum um kvöldið
kom hann því að, meðal annars, að hér þyrfti hann ekki að
vera gerður kunnur, því þeirra kæri dr. Brown hefði tekið
á móti sér inn í þenna heim og þess vegna þekt sig alla æfi.
I sama vetfangi lauzt upp þyt í salnum og áheyrendurnir
veltust um af hlátri. Smith gat sér til, að hláur sá væri af-
leiðing af sinni viturlegu fyndni og hefir síðan fyrirlestur
sinn. Þegar búið var, spyr hann aðstoðarmann sinn, hvern-
ig hafi staðið á því, að fólkið hló svo dátt, þegar hann nefndi
dr. Brown. “Já, herra niinn,” svaraði maðurinn, “mér láð-
ist að segja yður, að dr. Brown er dýralæknir.”