Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Qupperneq 36
Séra Friðrik Hallgrímsson.
eftir G. J, Oleson.
Séra Friðrik Hallgrímsson. Einn hinn glæsi-
legasti maður í prestsstöðu meðal Vestur-íslend-
inga á fyrsta fjórðungi 20. aldar, mun séra Friðrik
Hallgrímsson ætíð verða talinn, og sá maðurinn, sem
einna mest hefir verið harmaður af öllum þeim
Vestur-íslendingum, sem heim h'afa flutt til ætt-
jarðarinnar aftur, eftir lengri eða skemri dvöl hér
vestra, og er ekki fjarri lagi að hans sé að nokkru
minst í riti því, sem merkilegast má telja á blaða
og bókmentasviði Vestur-íslendinga og sem á lofti
hefir haldið minningu svo fjölmargra ágætismanna
í fortíð og samtíð, því hann er maður sem ennþá
á sterk ítök í hjörtum fjölda Vestur-íslendinga, þó
fjarvistum sé hann nú búinn að vera nær 15 ár.
Séra Friðrik er fæddur í Reykjavík, höfuðstað
fslands, 9. júní 1872. Foreldrar hans voru séra Hall-
grímur Sveinsson, þá dómkirkjuprestur og síðar
biskup, og frú hans, Elína danskrar ættar. Var faðir
hennar yfirlæknir í Kaupmannahöfn. Séra Friðrik
lauk prófi við lærða skólann í Reykjavík 1891, og
guðfræðisprófi frá Háskólanum í Kaupm.höfn 1897,
prestvígður 1898, þjónaði Holdsveikraspítalanum
að Laugarnesi tæpt ár, og útskála prestakalli í Kjal-
arnes prófastsdæmi, frá júlí 1899 til maí loka 1903.
Hann var kallaður til safnaðanna í Argyle bygð í
Manitoba 1903, og þjónaði hann þeim söfnuðum frá
okt. 1903, til apríl 1925. Síðan hefir hann verið
prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, og prófastur