Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 52
52 ÓLAFUít S. THORGEIRSSON:
Keypti Jóhannes land í grend viS Akra, N. D..
og bjuggu þeir bræður Ólafur iog hann í félagi eftir
að Ólafur kom að heiman, og systurnar aðstoðuðu
hver aðra. Svo þegar þau Ragnheiður og Ólafur
fluttu hingað 1899, komu þau Jóhannes og Sigríður
með þeim, og höfðu jafnan aðal heimili hjá þeim, og
síðar hjá börnum þeirra.
Og hjá Sigurði Ólafssyni andaðist Jóhannes
veturinn lul8, en Sigríður lifir enn og er enn á gamla
heimilinu hjá Ingvari Ólafssyni frænda sínum.
Jóhannes sál. var mjög vandaður maður og
verkmaður góður, dagfarsprúður og dulur í skapi.
Sigríður hefir jafnan búhneigð verið, enda
reynst frændum sínum ágæt til bústjórnar og jafnan
glaðvær í viðmóti. Þau áttu engin börn.
Páll Jónsson
Páll var sonur Jóns Jónss'onar og Hólmfríðar
Vigfúsdóttir. Móðir Hólmfríðar var Þorbjörg Gam-
alíelsdóttir prests Þorleifssonar á Myrká í Eyja-
fjarðarsýslu. Kona Páls var Snjólaug Jóhannsdóttir
Jónssonar og Önnu Guðmundsdóttir á Þverá í Skíða-
dal. Móðir Önnu var Guðrún Magnúsdóttir prests á
Tjörn í Svarfaðardal.
Þau Páll og Snjólaug giftust árið 1890, og tveim
árum síðar fluttust þau frá Skáldalæk í Svarfaðardal
í Eyjafjarðarsýslu, til Qu’Appelle-bygðar í Saskat-
chewan og dvöldu þar þar til árið 1900 að þau komu
hingað og settust að á N.V.^4 S. 32, 1-6, er Vigfús
bróðir Páls hafði keypt þá um vorið. (Vigfús Jónsson
bjó lengi í grend við Garðar, N. Dak., en kom hingað
aldrei, nú dáinn fyrir nokkrum árum). Þar bjuggu
þau Páll og Snjólaug um tveggja ára bil. Eftir það
dvöldu þau á ýmsum stöðum í bygðinni.