Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Qupperneq 53
ALMANAK 1940
53
Páll mun hafa fest kaup í S.A.% S. 23, 1-6, og
búið þar um tíma. Héðan fluttu þau til Garðar, N.
Dak., árið 1905, og þaðan til Vatnabygða árið 1910,
og settust að í grend við Kandahar, Sask. Þar tók
Páll land með heimilisrétti og bjuggu þau hjón þar
um nokkurt skeið. Nú er Páll dáinn fyrir allmörg-
um árum, en ekkjan dvelur hjá börnum sínum.
Börn þeirra hjóna voru: 1. Jón Hólm, býr í
grend við Kandahar, Sask.; 2. Magnúsína Sigurrós,
kona Guðmundar Guðmundssonar, búsett í Wyn-
yard, Sask.; 3. Anna Þorbjörg; 4. Hjörný Jó-
hanna; 5. Arnfríður Halldóra; 6. Vigfús Hólm; 7.
Guðmundur Soffanías Hólm.
Sveinn Jónasson
Sveinn var fæddur 15. apríl 1882, að Björnólfs-
stöðum í Langadal í Húnavatnssýslu. Foreldrar
hans voru: Jónas Jónsson Hannessonar frá Hnjúkum
á Ásum í sömu sýslu og Margrét Jónsdóttir Krist-
jánssonar frá Ásum í sömu sveit.
Árið 1888, fluttist Sveinn með föður sínum
vestur um haf, (móðir Sveins dó á íslandi) og sett-
ust þeir feðgar að í grend við Akra, N. Dak. Þar
vann Sveinn á ýmsum stöðum, þar til hann haustið
1901 fluttist hingað í bygð með Kristjáni Skagfjörð.
Hér festi Sveinn kaup í ýmsum löndum á mis-
munandi tímum og bjó á sumum þeirra, en seldi
jafnharðan aftur og vann þess á milli hjá bændum
hér, þar til hann gekk í Canadiska sjálfboðaliðið í
desember 1915. Fór til Englands í október 1916,
til Frakklands í desember 1917, og féll þar 30.
marz 1918. Sveinn var atorkusamur og góður
vinnumaður og bókhneigður. Hann kvæntist aldrei.
Arthur Hibbert
Arthur er ættaður frá Manchester á Englandi.
Kona hans var Gróa Helga, dóttir Jónatans heitins