Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 84
84
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
22. febr.—Tímarit Þjóðræknisfélagsins flytur
framhald af ritgerð dr. Stefáns Einarssonar “Um
Shakespeare á fslandi”. Mun ritgerð sú öll að
margra dómi, vera eitt hið prýðilegasta sem birt
hefir verið á íslenzkri tungu vestan hafs. Sama
tímarit flytur smákyæði eftir ungfrú Margrét
BjörnSiSon, sem gefa von um meira úr þeirri átt.
12. febr.—Dr. M. B. Halldórson kjörinn heiðurs-
forseti Sambandssafnaðar í Winnipeg.
1. marz—Níu manna nefndin, sem kosin var af
Þjóðræknisfélaginu til að fjalla um “sögumálið”,
gaf fljótan úrskurð, og ákvað nú þegar að byrja á
að rita landnámssögu íslendinga Vestanhafs, og
valdi þar til Þ. Þ. Þonsteinsson skáld, sem þykir sýnt
hafa að hann sé starfinu vaxinn.
8. marz—Grettir L. Jóhannsson, skipaður ræð-
ismaður Dana og íslendinga fyrir Manitoba-fylki.
29. marz—Valdine Condie, 9 ára, getur sér mik-
inn orðstír fyrir frábæra tækni í piano spili.
29. marz—Mikilvægt samvinnuspor. Hjálmar
A. Bergman símað frá íslandi að Alþingi fslands
hafi samþykt frumvarp um að gefa allar nýjar bæk-
ur íslenzkar til Háskóla Manitoba-fylkis.
26. apríl—Karlakórinn íslenzki heldur hljóm-
leika í Winnipeg sönghöllinni “Auditorium”. Var
það eflaust hin mesta sigurför nokkurs söngflokks
vor á meðal. Söngstjóri Ragnar H. Ragnar. Við
hljóðfærið, Gunnar Erlendsson.
7. maí—Dr. Richard Beck, prófessor í norræn-
um fræðum við ríkisháskólann í Norður Dakota, kos-
inn vara-forseti fræðifélagsins, The Society for Ad-
vancement of Scandinavian Study.
24. maí—íslendingar hér í landi, fagna komu
konungshjónanna Brezku.