Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Síða 99
ALMANAK 1940
99
21. Halldór Jónsson að Wynyard, Sask. Fæddur 1867.
^oreldrar: .Tón Guðmundsson og Ingbjörg Halldórsdótt-
ir Skagfirðingur að ætt. Fluttist vestur um haf 1900.
22. Ingunn Guðrún Skardal, Baldur, Man. Fædd að Fagra-
nesi á Reykjanesströnd í Skagafjarðarsýslu 4. október
1868. Foreldrar: Kristján Gíslason og Aðalbjörg Gísla-
dóttir. Fluttist vestur um haf árið 1902.
Einar Guðmundsson, Cavalier, N. D., 105 ára. Kona
Einars var Guðrún Ásgrímsdóttir. Hann var fæddur að
Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, S.-Múlasýslu, 30. janúar
1934. Foreldrar: Guðmundur Magnússon og Margrét
Pétursdóttir.
23. Sveinn Sveinsson frá Cavalier, N. D., varð fyrir sög,
sem brotnaði og beið af því bana. Foreldrar: Bjöm
Sveinsson og Kristín Guðbrandsdóttir. Fæddur að
Svold, N. D., 30. des. 1891.
26. Hávarður Guðmundsson, frá Hayland, Man., 77 ára.
Fæddur 10. apríl 1862. Ættaður úr Norðfirði. Flutti
vestur um haf 1888.
NÓVEMBER 1939
1. Ottó Jónasson, fæddur í Bolungarvik, þann 10. okt.
1904. Forelrdar: Þorkell Guðmundsson og Jóhanna
Ámundadóttir.
2. Snjólaug Sigurbjörnsson, 82 ára. Til heimilis hjá dóttir
sinni, Kristjönu Helgason, Árnes, Man.
5. Ágúst Hermann Halldórsson, Oak Point, Man. Fæddur
4. ágúst 1914. Foreldrar: Ásgrímur Halldórsson og
Helga kona hans. Var aðenis 25 ára.
5. Kristín Sigurðsson, ættuð úr Laxárdal í Dalasýslu, fædd
27. desember 1858. Maður hennar Jóhann Sigurðsson
frá Grenivík, látinn fyrir fjórum árum.
14. Allan Valdimar Jones frá Mikley. Fæddur 3. marz 1911
í Mikley, Man. Foreldrar: Thorbergur og Anna Jones
að Birkilandi. Eftirlifandi kona hans er Lovísa Jórunn
Stefánsson frá Selkirk, Man.
15. Margrét Gíslason frá Selkirk, Man. Fædd að Selsgarði
á Álftanesi í Gullbringusýslu 6. júní 1862. Foreldrar:
Snorri Grímsson og Helga Gamalíelsdóttir. Fluttist til
þessa lands árið 1900.