Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 34
34 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
Kristínu Magnúsdóttur smiðs Þórðarsonar, og
Sigríðar ólafsdóttur Stefánssonar, sem þá bjuggi;
í Garðbæ á Eyrarbakka, ættaðri úr Biskupstung-
um í Árnessýslu. Sigríður móðir Kristínar var ná-
skyld séra Kjartani Helgasyni í föðurætt hans.
Hvað mörg systkini Kristín átti, veit eg ekki, en
ein systir hennar er Inga Stefanía, ekkja Guð-
mundar Þorkelssonar frá Oddeyrarnesi í Árnes-
sýslu, sem nú býr í Reykjavík.
Þau hjón John og Kristín kom util Ameríku
árið 1900, voru eitthvað lítið í Winnipeg. Fluttu
til Bellingham árið 1901 og hafa verið þar síðan.
John hefir stundað daglaunavinnu síðan hann
kom til þessa lands. Hann er prúðmenni hið
mesta, sómi stéttar sinnar, og hefði verið það
hverri stétt, sem örlögin hefðu sett hann í. Þau
hjón eru valmenni og vel látin af öllum, sem til
þeirra þekkja. Þau eru barnlaus.
Guðmundur E. (Mundi) Goodman var fæddur
6. apríl 1872 á Ketilstöðum í Mýrdal í V.-Skafta-
fellssýslu. Hann ólst upp með foreldrum sínum,
Eilífi Guðmundssyni og Arnheiði Þorsteinsdóttur
á ofannefndum bæ, og fluttist með þeim og syst-
kinum sínum vestur um haf árið 1883. Foreldrar
hans settust að í Pembina, N. Dak., og bjuggu þar,
þangað til árið 1902, að fjölskyldan flutti til Mari-
etta í Whatcom County, í ríkinu Washington.
Eftir að vestur kom voru gömlu hjónin á vegum
sona sinna Guðmundar og Þorsteins uns þau dóu.
Börn þeirra Eilifs og Arnheiðar voru fjögur,
Guðbjörg, Þorsteinn, Guðmundur og Ingibjörg, öll
nú dáin, nema Þorsteinn.
Þegar Guðmundur var 15 ára komst hann í
búðarvinnu og vann að þesskonar störfum jafn-
framt því, sem hann gekk á skóla, til fullorðinsára,
já, og til dauðadags. Árið 1898 kvæntist hann
Sigríði Jónsdóttur frá Geldingaholti í Skagafirði.