Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 37
ALMANAK 1941
37
fædd 6. nóv. 1862, að Brautarhóli í Svarfaðardal í
Eyjafjarðarsýslu. Hún var hjá foreldrum sínum í
22 ár. Fór þá til Akureyrar og vann hjá Einari
Pálssyni í 8 ár. Þá fór hún á Vopnafjörð og þar
var hún önnur 8 ár. Þar hittust og kyntustu þau
Jón og hún. Með Jóni fluttist hún vestur um haf
árið 1904.
Þau eiga engin börn, en hafa alið upp pilt og
stúlku. Pilturinn er Frans Sóphusson (Trampa),
systursonur Kristínar Lyng. Þenna pilt tók hún
að sér fimm vetra gamlan, þá er systir hennar,
Guðrún, misti mann sinn — Trampa — frá fjórum
börnum. Var Kristín þá vinnukona á Akureyri,
ung og dugleg og einhleyp. Stúlkuna, sem heitir
Guðrún Ingibjörg, tóku þau að sér eftir að þau
komu til Ameriku. Bæði þessi börn eru nú gift
og eiga heimili í Bellingham. Sóphusar er getið
hér á eftir. Guðrún Ingibjörg er gift sænskum
manni og á tvö efnileg börn og gott heimili.
Bæði eru þau Jón og Kristin stór og myndar-
leg, eiga þau og til stórra að telja. Þau eru fá-
skiftin um það, er ekki tekur til þeirra, komast
vel af og eru alment vel látin, eins og slíkt fólk
vanalega er. Glaðlynd og gestrisin.
Franz Sophusson (Trampa) er fæddur á
Oddeyri í Eyjafjarðarsýslu 2. febr. 1887. (Sjá ætt
hans i þætti Jóns og Kristínar Lyng). Hjá þeim
— eða henni — er hann uppalinn og með þeim
kom hann vestur um haf. Kona hans er Jennie,
fædd 3. okt. 1892 á Sauðárkróki í Skagafjarðar-
sýslu. Foreldrar hennar, Guðm. Jónsson og Rósa
Jóhannesdóttir, nú til heimilis á Mountain, N.
Dak. Jennie var ekkja Halldórs Eiríkssonar Hall-
dórssonar að Hensel, N. Dak., þegar hún giftist
Sophusi. Með fyrra manni sínum átti hún þrjá
sonu: Eirík, Pál Friðrik og Halldór. Eftir lát