Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 38
38
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
fyrra manns hennar fór elsti sonurinn í fóstur til
Önnu föðursystur sinnar og manns hennar, Fred
Johnson. Yngri drengirnir eru hjá móður sinni og
stjúpa. Þau Sophus og Jennie eiga tvo sonu,
Franz Sóphus og Rosman Robert; nú þriggja og
fjögurra ára gamla.
Þessum hjónum hefir farnast vel, þau eigr
laglegt heimili i Bellingham. Sophus er einn af
þeim fáu, sem haft hefir stöðuga vinnu gegnum alt
vinnuleysið þessi síðustu ár. Þau eru glaðleg
heim að sækja, en gefa sig lítið að íslenzkum
félagsskap.
Magnús og Hildur Thorláksson. Magnús er
fæddur í Hrísey í Eyjafirði þ. 15. júni 1871. For-
eldrar hans voru hjónin Þorlákur Ásgrímsson og
Snjólaug Jóhannesdóttir. Þorlákur druknaði af
hvalveiðaskipi rúmu ári eftir að sonur hans fædd-
ist. Magnús ólst upp hjá móður sinni og kom með
henni vestur um haf árið 1876. Snjólaug fór til
Nýja-íslands. Þar giftist hún Sigurði Sigur-
björnssyni. Þau bjuggu lengi í Árnesbygðinni
þar sem hann hafði áður numið land.
Árið 1893 kvæntist Magnús Hildigerði —
vanalegast kölluð Hildur — dóttur Benedikts
Jónssonar Austmanns og konu hans Rannveigar
Þorleifsdóttur. Hildur er fædd á Hjaltastað í
Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu, þ. 23. júlí
1875. Benedikt faðir hennar var ættaður úr
Eyjafirði, en Rannveig móðir hennar var frá
Kórustaðagerði í Norður-Múlasýslu og þaðan
ættuð. Þær Rannveig þessi og Guðný Lee voru
tvíburar (sjá Almanak. Blaine þætti 1926). —
Þau hjón Benedikt og Rannveig komu
vestur um haf, settust að í Selkirk, Man., og þar
mun Rannveig hafa dáið. Benedikt er og dáinn
fyrir mörgum árum.