Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 59
ALMANAK 1941
59
man eftir, og það eru nú orðin 46 ár — hann hefir
stundað bú sitt og starf með iðjusemi og fram-
sýni og svo i haginn búið að hann gat mætt elli-
árunum öruggur og án þess að kvíða komandi
degi. Stýrði hann búi sínu með prýði til hærri
elli en alment gerist, en á síðustu árum hefir son-
ur hans Thori haft bústjórnina i sínum höndum,
en Jón hefir aldrei lagt niður störf, hefir hann sint
fuglarækt, garð- og blómarækt, sem hann hefir
lagt mikla alúð við.
Er heimilis umhverfið hið prýðilegasta, og
mai'gur er gesturinn sem hefir þar að garði borið.
Jón hefir verið yfirlætislaus og aldrei sótt eftir
virðingu eða metorðum, en hann hefir stutt allan
góðan félagsskap og kirkjumál með drengskap og
einlægni af innri hvöt, og fátækum hefir hann
hjálpað meira en sögur fara af. Hann hefir verið
sannur íslendingur og kaupir ísl. blöð og bækur
fram á þennan dag meir en alment gerist, og ann
hinu góða í ísl. þjóðarsál, en hann er líka samur
þegn þessa lands og tryggur við lýðræðishugsjón-
ir brezkrar siðmenningar. Þegar hann fór úr
heimahögum, og í síðasta sinni kvaddi móðurina
tignarlegu með faldin hvíta við hið “yzta haf”,
sór hann að vera góður drengur og halda hennar
merki hátt, og hann hefir efnt það, og draumarnir
sem hann þá ól í brjósti hafa margir fallega ræst.
Jón er meðalmaður á vöxt — hefir verið alla
daga fremur holdskarpur, líkams og sálarkröftum
hefir hann haldið óskei'tum býsna vel alt til þessa.
Hann fer vel með sig en sinnir sínum störfum og
sækir samkomur og mannfundi vel og drengilega.
í samræðum er hann enn kátur og skemtilegur og
segir vel frá, og lítt er hægt að merkja að hann
er kominn yfir nírætt.
Konu sína misti Jón 12. júní 1934, hafði hún