Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Síða 78
78 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
15. nóv. — Framkvæmdarnefnd Almenna
sjúkrahússins í Winnipeg sendir J. J. Vopna þakk-
arávarp fyrir 23 ára starf í þágu þeirrar stofnunar,
en hann hafði átt sæti í fulltrúaráði sjúkrahússins
samfleytt öll þau ár.
17. nóv.—Vilhjálmur Þór, framkvæmdarstjóri
íslendsdeildar heimssýningarinnar í Nevv York,
gerður heiðursborgari New York borgar og sæmd-
ur heiðursmerki úr gulli af LaGuardia borgar-
stjóra; síðar var tilkynt, að Thor Thors, alþingis-
maður og formaður sýningarráðsins, hefði hlotið
sömu heiðursviðurkenning, en hann er Vestur-
íslendingum að góðu kunnur af fyrirlestrahöldum
sínum víðsvegar í bygðum þeirra.
23. nóv.—Þjóðræknisdeild stofnuð í Riverton,
Man., með 34 félögum; forseti var kosinn Sveinn
Thorvaldson, M.B.E. Um svipað leyti einnig
stofnuð þjóðræknisdeild í Árborg, Man., með all-
mörgum félögum. Forseti: Gunnar Sæmundsson.
24. nóv.—Við kosningar til bæjarráðs í Win-
nipeg var Paul Bardal, eins og getið er um í
Almanaki síðasta árs, endurkosinn fulltrúi í 2.
kjördeild; samtímis var Victor B. Anderson kos-
inn í bæjarráð fyrir sömu kjördeild. Hafði hann
áður skipað þann sess.
28. nóv.—Dr. M. B. Halldórson haldin fjöl-
menn afmælisveizla á Marlborough gistihöllinni í
Winnipeg, er hann varð sjötugur.
Nóv.—Dr. Hannes Hannesson (sonur John M.
Hannesson, í Selkirk, Man.) veitt heiðursviður-
kenningin “Freeman of the City of London”. Hann
er útskrifaður af Manitoba háskóla og las læknis-
fræði við læknaskóla í Lundúnum; hann hefir
verið kjörinn “Fellow of the Royal Society of
Medicine”.