Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Page 97
ALMANAK 1941
97
5. Helga Jónatansdóttir Sólmundsson, kona Júlíusar J.
Sólmundsson, á heimili sínu að Gimli, Man. Fædd 5.
júlí 1881 í Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði; kom vestur
um haf með bróður sínum Jóni Jónatanssyni skáldi og
Önnu konu hans árið 1901. Foreldrar: Jónatan Jóna-
tansson og Guðný Björnsdóttir.
7. Kristín Jónsdóttir, ekkja Jakobs Jónsson (d. 1930), að
heimili sínu í Spanish Fork, Utah. Fædd 16. febr.
1869 á Eiði í Eyrarsveit; kom tii Vesturheims 1913.
Foreldrar: Jón smiður Jónsson og Guðrún Daníels-
dóttir.
12. Jakobína Gísladóttir (Gillis), í Winnipeg, Man., systir
Sveinbjörns Gíslasonar trésmiðs þar í borg. Hún var
á sjötugsaldri og kom til Vesturheims 1887. Hún var
ættuð frá Mýrum í Húnavatnssýslu.
13. Bárður Sigurðsson, að heimili sínu í Winnipeg, Man.
Fæddur 17. sept. 1852. Foreldrar: Jón Sigurðsson á
Æsustöðum í Eyjafirði og Arnbjörg Jónsdóttir frá
Kambhóli í Arnarneshreppi. Kom hingað til lands
árið 1878.
14. Jón G. Gíslason (Gillies), á heimili sínu að Gimli,
Man. Fæddur í sept, 1852 og mun hafa alist upp hjá
foreldrum sínum að Eyvindarstöðum í Húnavatns-
sýslu. Kona hans, Elizabet Jónsdóttir, dó 1917. Hann
er talinn að hafa komið til Vesturheims árið 1882.
Bræður hans eru þeir Kristján Gíslason, kaupmaður á
Sauðárkrók, og E. G. Gillies i New Westminster, B. C.,
kunnur af skáldskap sinum og þýðingum.
18. Séra Jóhann Bjarnason, ritari Hins Lúterska Kirkju-
félags islendinga í Vesturheimi, að heimili sínu í
Selkirk, Man., þar sem hann var þá þjónandi prestur.
Fæddur 7. des. 1864 að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í
Húnavatnssýslu. Foreldrar: Bjarni Helgason frá Gröf
í Viðidal og Helga Jónsdóttir, ættuð úr Eyjafirði.
Hann kom vestur um haf 1890. Meðal barna séra Jó-
hanns og Helgu Jósefsson, sem lifir mann sinn, er
Bjarni prestur að Gimli, Man.
19- Júlíus J. Sólmundsson, bróðir séra Jóhanns P. Sól-
mundssonar (d. 1935), á heimili sínu að Gimli, Man.,
58 ára að aldri. Foreldrar: Sólmundur Símonarson og
Guðrún Árnadóttir á Heggstöðum í Borgarfjarðarsýslu.
21. Elías Elíasson, á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg,
Man. Frá Tröðum i Álftafirði í Isafjarðarsýslu, fædd-
ur 1. apríl 1869. Fluttist til Vesturheims 1904.